Damon Albarn og David Byrne á plötu Ghostigital 7. október 2011 16:45 Einar Örn Benediktsson og Curver Thoroddsen fengu góða gesti til liðs við sig við upptökur á nýju plötunni, þar á meðal David Byrne og Damon Albarn. fréttablaðið/valli Tónlistarmennirnir heimsþekktu David Byrne og Damon Albarn eru á meðal góðra gesta á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar Ghostigital, Division of Culture and Turism. „Byrne kom hingað til lands einhvern tímann og þá spurði ég hvort hann væri ekki til í að vera með okkur á plötu og hann sagði: „Já, endilega“,“ segir Einar Örn. „Við létum hann fá lagið [Dreamland] og hann fór með það heim, kláraði og sendi.“ Sykurmolinn fyrrverandi er að sjálfsögðu ánægður með samstarfið við Byrne, sem er þekktur sem fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Talking Heads. „Þetta er þrusuflott sem hann gerir. Hann er algjört æði.“ Einar Örn og Íslandsvinurinn Damon Albarn hafa lengi verið vinir. „Ég var að spila fyrir hann grunnana og sýna honum hvað við værum að gera. Þá sagði hann: „Má ég fá eitt lag?“ Ég sendi honum þrjú lög og hann valdi eitt og spilar á píanó í því.“ Einar Örn hafði áður sungið fyrir Albarn í lagi sem átti að hljóma á plötu Gorillaz, Plastic Beach. „Þeir sáu sóma sinn í að nota mig ekki í lokaútgáfunni. Ég var inni á kynningarmyndunum, teiknaður inn sem páfagaukur, þannig að ég notaði ekki allt píanóið sem hann gerði fyrir mig, bara til að ná mér niðri á honum.“ Aðrir gestir á plötu Ghostigital eru King Buzzo úr bandarísku hljómsveitinni Melvins, Alan Vega úr hinni áhrifamiklu sveit Suicide, rapparinn Sensational og Nick Zinner, gítarleikari Yeah Yeah Yeahs. Þeim síðastnefnda kynntist Einar Örn þegar þeir fóru saman til Eþíópíu í fyrra ásamt tónlistarmönnum á borð við Alex Kapranos úr Franz Ferdinand og þeim Flea og Josh Klinghoffer úr Red Hot Chili Peppers. Verkefnið nefnist African Express og í því eru ólíkir tónlistarmenn leiddir saman. Um nokkurs konar andsvar við hátíðinni Band Aid er að ræða þar sem lögð er áhersla á að draga upp jákvæða ímynd af Eþíópíu. „Við spiluðum einn konsert saman, ég, Flea og Klinghoffer. Þetta var alveg stórkostlegt. Ég söng með þeim tveimur og Flea sagði að það hefði verið alveg magnað að hafa tekið þátt í þessu.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Tónlistarmennirnir heimsþekktu David Byrne og Damon Albarn eru á meðal góðra gesta á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar Ghostigital, Division of Culture and Turism. „Byrne kom hingað til lands einhvern tímann og þá spurði ég hvort hann væri ekki til í að vera með okkur á plötu og hann sagði: „Já, endilega“,“ segir Einar Örn. „Við létum hann fá lagið [Dreamland] og hann fór með það heim, kláraði og sendi.“ Sykurmolinn fyrrverandi er að sjálfsögðu ánægður með samstarfið við Byrne, sem er þekktur sem fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Talking Heads. „Þetta er þrusuflott sem hann gerir. Hann er algjört æði.“ Einar Örn og Íslandsvinurinn Damon Albarn hafa lengi verið vinir. „Ég var að spila fyrir hann grunnana og sýna honum hvað við værum að gera. Þá sagði hann: „Má ég fá eitt lag?“ Ég sendi honum þrjú lög og hann valdi eitt og spilar á píanó í því.“ Einar Örn hafði áður sungið fyrir Albarn í lagi sem átti að hljóma á plötu Gorillaz, Plastic Beach. „Þeir sáu sóma sinn í að nota mig ekki í lokaútgáfunni. Ég var inni á kynningarmyndunum, teiknaður inn sem páfagaukur, þannig að ég notaði ekki allt píanóið sem hann gerði fyrir mig, bara til að ná mér niðri á honum.“ Aðrir gestir á plötu Ghostigital eru King Buzzo úr bandarísku hljómsveitinni Melvins, Alan Vega úr hinni áhrifamiklu sveit Suicide, rapparinn Sensational og Nick Zinner, gítarleikari Yeah Yeah Yeahs. Þeim síðastnefnda kynntist Einar Örn þegar þeir fóru saman til Eþíópíu í fyrra ásamt tónlistarmönnum á borð við Alex Kapranos úr Franz Ferdinand og þeim Flea og Josh Klinghoffer úr Red Hot Chili Peppers. Verkefnið nefnist African Express og í því eru ólíkir tónlistarmenn leiddir saman. Um nokkurs konar andsvar við hátíðinni Band Aid er að ræða þar sem lögð er áhersla á að draga upp jákvæða ímynd af Eþíópíu. „Við spiluðum einn konsert saman, ég, Flea og Klinghoffer. Þetta var alveg stórkostlegt. Ég söng með þeim tveimur og Flea sagði að það hefði verið alveg magnað að hafa tekið þátt í þessu.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira