Fullkomið stefnuleysi í bankamálum Bjarni Kristinn Torfason skrifar 7. október 2011 06:00 Núverandi ríkisstjórn tók vægast sagt við erfiðu búi vorið 2009 og verkefnin hafa verið ærin síðan. Sú afsökun endist samt ekki endalaust og nú þegar styttist í að bankarnir fari aftur í einkaeigu er ótrúlegt að svo til engin stefna sé til staðar, hvorki varðandi þá hluti sem kröfuhafar munu senn fá stjórn yfir né þeim sem ríkið á í gegnum Bankasýslu sína. Ég finn mig knúinn til að grípa til klisjukennds frasa: Höfum við ekkert lært af síðustu 10 árum? EignarhaldÞað er mikil umbreyting á eignarhaldi bankanna fram undan. Á komandi ári stefna skilanefndir að því að leggja niður störf og færa eignir sínar, þar á meðal ráðandi hluti í Arion banka og Íslandsbanka, í hendur félaga í eigu kröfuhafa gömlu bankanna. Í kjölfarið er alls ekki ólíklegt að kröfuhafarnir hugi að sölu bankanna eða mögulega að eignarhlutum í bönkunum verði úthlutað til einstakra kröfuhafa. Í öllu falli mun eignarhaldið breytast. Jafnframt er ljóst að Bankasýsla ríkisins á bæði ráðandi hlut í Landsbankanum auk þess að eiga hluti í mörgum öðrum bönkum og sparisjóðum. Miðað við það sem lög um Bankasýsluna kveða á um er það meðal annars hlutverk hennar að „undirbúa og vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Það er sem sagt einkavæðing banka fram undan og fráfarandi forstjóri Bankasýslunnar taldi einmitt að það verkefni væri stærsta verkefni stofnunarinnar á komandi misserum. Hvaða stefnu verður fylgt í öllum þessum breytingum? Mikil umræða var um hvort dreift eignarhald væri æskilegt eða hvort betra væri að kjölfestufjárfestir væri í bönkum í kringum fyrri einkavæðingu. Hvar er sú umræða nú? Eitt af stóru vandamálunum varðandi eignarhaldið sem fjallað var um í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var það að stór hluti hlutafjár bankanna var fjármagnaður af þeim sjálfum eða af öðrum íslenskum bönkum. Á það að fara fram jafnóáreitt og áður? Annað mál tengist lánveitingum banka til eigenda og/eða stjórnenda sinna. Munu stærstu eigendur banka áfram geta verið langstærstu lántakendur banka sinna? Hvar er umræðan og hvar er stefnan? Ótækar ráðningar í lykilstörfÞað er eftirsjá að Elínu Jónsdóttur úr forstjórastóli Bankasýslunnar. Hún virtist hæf og tilbúin til þess að vinna gott starf. Í kjölfarið hefur verið ráðinn nýr forstjóri sem virðist ekki jafnhæfur. Í sjöttu grein laga um Bankasýslu ríkisins segir: „Stjórnarmenn og forstjóri skulu hafa haldgóða menntun auk sérþekkingar á banka- og fjármálum.“ Nýráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins hefur enga sjáanlega þekkingu á banka- og fjármálum. Hvorki hefur hann neina menntun á sviðinu né starfsreynslu. Þetta minnir þó nokkuð á ráðningu fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, Jónasar Fr. Jónssonar, sem minnst er á í siðfræðikafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í sjöttu grein laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi segir: „Forstjóri [Fjármálaeftirlitsins] skal hafa menntun á háskólastigi og búa yfir víðtækri þekkingu og starfsreynslu á fjármagnsmarkaði.“ Þegar Jónas var ráðinn hafði hann verið framkvæmdastjóri innra markaðssviðs Eftirlitsstofnunar EFTA en hann hafði enga beina reynslu af bankastarfsemi eða fjármagnsmörkuðum, hvað þá víðtæka. Nú verður því ekki haldið hér fram að Jónas og Páll séu ómögulegir menn, alls ekki. Hins vegar var hvorki Jónas þá né Páll nú með nándarnærri þá reynslu og þekkingu sem embættin, sem þeir voru skipaðir í, krefjast lögum samkvæmt. Það er svo einfalt og það er ekki í lagi. Þetta eru mikilvægar og valdamiklar stöður sem skipta fjármálakerfið og þjóðfélagið miklu. Aðspurður benti fjármálaráðherra réttilega á að það sé stjórn Bankasýslunnar sem skipaði forstjórann og að forstjórinn nýráðni sé ekki félagi í Vinstri grænum. Það er bara ekki nógu gott svar. Fjármálaráðherra skipaði þessa stjórn sem nú, að því er best fæst séð, brýtur lög við ráðningu forstjórans. Á það að viðgangast? Satt best að segja róar það heldur ekki þann sem þetta skrifar að forstjórinn sé ekki úr Vinstri grænum heldur eins rótgróinn framsóknarmaður og nokkur maður á hans aldri getur verið, með alla sína starfsreynslu fengna í gegnum flokkinn. Háflokkspólitískur einstaklingur, ráðinn án nauðsynlegra þekkingar og hæfni, á sem sagt að móta einkavæðingu Bankasýslunnar. Hræðir það engan? Ætla núverandi stjórnvöld virkilega að endurtaka leikinn? Einkavæðing bankanna í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mjög umdeild og þrátt fyrir nokkuð ítarlega umfjöllun í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um málið hefur forsætisráðherra oft rætt um þörfina til þess að rannsaka einkavæðinguna sérstaklega. Á sama tíma er ríkisstjórn sama forsætisráðherra fullkomlega stefnulaus þegar kemur að eigin verkefnum tengdum bönkunum og eignarhaldi á þeim. Ég hef haft samúð með ríkisstjórninni í þeim erfiðu verkefnum sem hún hefur þurft að glíma við og ég er langt í frá sannfærður um að allt myndi reddast ef Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tækju nú við. En miðað við þá reynslu sem við höfum haft síðustu 10 árin og miðað við þá gríðarlegu gagnrýni núverandi stjórnarflokka á stjórn bankamála áður en þeir tóku sjálfir við stjórnartaumunum, þá er það þyngra en tárum taki hversu slæleg vinnubrögðin virðast vera hjá núverandi stjórnvöldum. Á þetta engan endi að taka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun
Núverandi ríkisstjórn tók vægast sagt við erfiðu búi vorið 2009 og verkefnin hafa verið ærin síðan. Sú afsökun endist samt ekki endalaust og nú þegar styttist í að bankarnir fari aftur í einkaeigu er ótrúlegt að svo til engin stefna sé til staðar, hvorki varðandi þá hluti sem kröfuhafar munu senn fá stjórn yfir né þeim sem ríkið á í gegnum Bankasýslu sína. Ég finn mig knúinn til að grípa til klisjukennds frasa: Höfum við ekkert lært af síðustu 10 árum? EignarhaldÞað er mikil umbreyting á eignarhaldi bankanna fram undan. Á komandi ári stefna skilanefndir að því að leggja niður störf og færa eignir sínar, þar á meðal ráðandi hluti í Arion banka og Íslandsbanka, í hendur félaga í eigu kröfuhafa gömlu bankanna. Í kjölfarið er alls ekki ólíklegt að kröfuhafarnir hugi að sölu bankanna eða mögulega að eignarhlutum í bönkunum verði úthlutað til einstakra kröfuhafa. Í öllu falli mun eignarhaldið breytast. Jafnframt er ljóst að Bankasýsla ríkisins á bæði ráðandi hlut í Landsbankanum auk þess að eiga hluti í mörgum öðrum bönkum og sparisjóðum. Miðað við það sem lög um Bankasýsluna kveða á um er það meðal annars hlutverk hennar að „undirbúa og vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Það er sem sagt einkavæðing banka fram undan og fráfarandi forstjóri Bankasýslunnar taldi einmitt að það verkefni væri stærsta verkefni stofnunarinnar á komandi misserum. Hvaða stefnu verður fylgt í öllum þessum breytingum? Mikil umræða var um hvort dreift eignarhald væri æskilegt eða hvort betra væri að kjölfestufjárfestir væri í bönkum í kringum fyrri einkavæðingu. Hvar er sú umræða nú? Eitt af stóru vandamálunum varðandi eignarhaldið sem fjallað var um í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var það að stór hluti hlutafjár bankanna var fjármagnaður af þeim sjálfum eða af öðrum íslenskum bönkum. Á það að fara fram jafnóáreitt og áður? Annað mál tengist lánveitingum banka til eigenda og/eða stjórnenda sinna. Munu stærstu eigendur banka áfram geta verið langstærstu lántakendur banka sinna? Hvar er umræðan og hvar er stefnan? Ótækar ráðningar í lykilstörfÞað er eftirsjá að Elínu Jónsdóttur úr forstjórastóli Bankasýslunnar. Hún virtist hæf og tilbúin til þess að vinna gott starf. Í kjölfarið hefur verið ráðinn nýr forstjóri sem virðist ekki jafnhæfur. Í sjöttu grein laga um Bankasýslu ríkisins segir: „Stjórnarmenn og forstjóri skulu hafa haldgóða menntun auk sérþekkingar á banka- og fjármálum.“ Nýráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins hefur enga sjáanlega þekkingu á banka- og fjármálum. Hvorki hefur hann neina menntun á sviðinu né starfsreynslu. Þetta minnir þó nokkuð á ráðningu fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, Jónasar Fr. Jónssonar, sem minnst er á í siðfræðikafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í sjöttu grein laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi segir: „Forstjóri [Fjármálaeftirlitsins] skal hafa menntun á háskólastigi og búa yfir víðtækri þekkingu og starfsreynslu á fjármagnsmarkaði.“ Þegar Jónas var ráðinn hafði hann verið framkvæmdastjóri innra markaðssviðs Eftirlitsstofnunar EFTA en hann hafði enga beina reynslu af bankastarfsemi eða fjármagnsmörkuðum, hvað þá víðtæka. Nú verður því ekki haldið hér fram að Jónas og Páll séu ómögulegir menn, alls ekki. Hins vegar var hvorki Jónas þá né Páll nú með nándarnærri þá reynslu og þekkingu sem embættin, sem þeir voru skipaðir í, krefjast lögum samkvæmt. Það er svo einfalt og það er ekki í lagi. Þetta eru mikilvægar og valdamiklar stöður sem skipta fjármálakerfið og þjóðfélagið miklu. Aðspurður benti fjármálaráðherra réttilega á að það sé stjórn Bankasýslunnar sem skipaði forstjórann og að forstjórinn nýráðni sé ekki félagi í Vinstri grænum. Það er bara ekki nógu gott svar. Fjármálaráðherra skipaði þessa stjórn sem nú, að því er best fæst séð, brýtur lög við ráðningu forstjórans. Á það að viðgangast? Satt best að segja róar það heldur ekki þann sem þetta skrifar að forstjórinn sé ekki úr Vinstri grænum heldur eins rótgróinn framsóknarmaður og nokkur maður á hans aldri getur verið, með alla sína starfsreynslu fengna í gegnum flokkinn. Háflokkspólitískur einstaklingur, ráðinn án nauðsynlegra þekkingar og hæfni, á sem sagt að móta einkavæðingu Bankasýslunnar. Hræðir það engan? Ætla núverandi stjórnvöld virkilega að endurtaka leikinn? Einkavæðing bankanna í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mjög umdeild og þrátt fyrir nokkuð ítarlega umfjöllun í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um málið hefur forsætisráðherra oft rætt um þörfina til þess að rannsaka einkavæðinguna sérstaklega. Á sama tíma er ríkisstjórn sama forsætisráðherra fullkomlega stefnulaus þegar kemur að eigin verkefnum tengdum bönkunum og eignarhaldi á þeim. Ég hef haft samúð með ríkisstjórninni í þeim erfiðu verkefnum sem hún hefur þurft að glíma við og ég er langt í frá sannfærður um að allt myndi reddast ef Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tækju nú við. En miðað við þá reynslu sem við höfum haft síðustu 10 árin og miðað við þá gríðarlegu gagnrýni núverandi stjórnarflokka á stjórn bankamála áður en þeir tóku sjálfir við stjórnartaumunum, þá er það þyngra en tárum taki hversu slæleg vinnubrögðin virðast vera hjá núverandi stjórnvöldum. Á þetta engan endi að taka?
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun