Birgir Leifur reynir sig á úrtökumóti fyrir PGA í fyrsta sinn 24. október 2011 13:00 Birgir Leifur Hafþórsson hefur leik á morgun, þriðjudag, á úrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð heims, PGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir Leifur hefur dvalið í Bandaríkjunum undanfarna daga en þetta er í fyrsta sinn sem atvinnumaðurinn tekur þátt á úrtökumóti fyrir PGA. Birgir telur sig eiga möguleika á að komast inn á mótaröðina en úrtökumótið er þrískipt líkt og á evrópsku mótaröðinni. Birgir Leifur segir í viðtali við Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamann á Stöð 2 að hann eigi raunhæfa möguleika á að komast alla leið. Birgir leikur á Pinewild Magnolioa vellinum í Norður-Karólínu þar sem að 78 kylfingar keppa um 15 efstu sætin sem tryggja þeim áframhaldandi þátttökurétt inn á 2. stigið. Leiknir verða fjórir hringir, 72 holur, á þessu úrtökumóti . Gríðarleg samkeppni er um þau örfáu sæti sem eru í boði á sjálfri PGA mótaröðinni. Á undanförnum vikum fóru fram úrtökumót fyrir þá sem vildu komast inn á 1. Stigið. Birgir Leifur slapp við þá síu en til þess að komast alla leið á PGA mótaröðina þarf hann líkt og aðrir að komast í gegnum öll þrjú stigin á úrtökumótinu. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir að rúmlega 1000 kylfingar keppi á 13 mismundandi keppnisvöllum víðsvega um Bandaríkin á 1. stiginu. Aðeins 20% af þeim komast inn á 2. stigið. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson hefur leik á morgun, þriðjudag, á úrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð heims, PGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir Leifur hefur dvalið í Bandaríkjunum undanfarna daga en þetta er í fyrsta sinn sem atvinnumaðurinn tekur þátt á úrtökumóti fyrir PGA. Birgir telur sig eiga möguleika á að komast inn á mótaröðina en úrtökumótið er þrískipt líkt og á evrópsku mótaröðinni. Birgir Leifur segir í viðtali við Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamann á Stöð 2 að hann eigi raunhæfa möguleika á að komast alla leið. Birgir leikur á Pinewild Magnolioa vellinum í Norður-Karólínu þar sem að 78 kylfingar keppa um 15 efstu sætin sem tryggja þeim áframhaldandi þátttökurétt inn á 2. stigið. Leiknir verða fjórir hringir, 72 holur, á þessu úrtökumóti . Gríðarleg samkeppni er um þau örfáu sæti sem eru í boði á sjálfri PGA mótaröðinni. Á undanförnum vikum fóru fram úrtökumót fyrir þá sem vildu komast inn á 1. Stigið. Birgir Leifur slapp við þá síu en til þess að komast alla leið á PGA mótaröðina þarf hann líkt og aðrir að komast í gegnum öll þrjú stigin á úrtökumótinu. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir að rúmlega 1000 kylfingar keppi á 13 mismundandi keppnisvöllum víðsvega um Bandaríkin á 1. stiginu. Aðeins 20% af þeim komast inn á 2. stigið.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira