Innlent

Spyr hvað það kostar ríkið að hækka skattleysismörk

Ólína Þorvarðardóttir vill fá skriflegt svar frá fjármálaráðherra um breytt skattleysismörk og hátekjuskatt
Ólína Þorvarðardóttir vill fá skriflegt svar frá fjármálaráðherra um breytt skattleysismörk og hátekjuskatt
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra þar sem hún óskar eftir upplýsingum um hversu mikið tekjur ríkissjóðs myndu dragast saman ef skattleysismörk yrðu hækkuð.

Þar vill Ólína fá að vita hversu mikið tekjurnar myndu dragast saman ef mörkin yrðu hækkuð í 150 þúsund á mánuði annars vegar, og hins vegar ef þau yrðu hækkuð í 200 þúsund krónur.

Ólína spyr fjármálaráðherra einnig hversu mikið megi reikna með að tekjur ríkissjóðs myndu aukast ef bætt yrði við tveimur hálaunaþrepum.

Þar spyr Ólína annars vegar um hækkun tekna ríkissjóðs ef 55% skattur yrði lagður á laun yfir 1,2 milljónum króna og 65% á laun hærri en 2 milljónir á mánuði annars vegar.

Hins vegar spyr hún hverju það myndi skila ríkissjóði ef 55% skattur yrði lagður á tekjur yfir 2 milljónum króna og 70% skattur á tekjur yfir 3 milljónum.

Óskar hún eftir skriflegu svari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×