Innlent

Fundir stjórnlagaráðs verði opnir almenningi

Til stendur að hafa fundi stjórnlagaráðs opna samkvæmt breytingartillögu við þingsályktun um ráðið sem tekin verður til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Samkvæmt henni eiga 25 stjórnlagaþingsfulltrúar að kjósa formann úr sínum hópi.

Formaður ráðsins njóti samsvarandi launa og forseti Alþingis og beri fjármálalega ábyrgð á störfum ráðsins gagnvart undirbúningsnefnd. Um skipulag og starfshætti stjórnlagaráðs fer að öðru leyti eftir starfsreglum sem stjórnlagaráð setur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×