Íslandsmótið í sjósundi fer fram í þriðja sinn í Nauthólsvík klukkan 17.00 í dag. Keppt er í þremur vegalengdum; 1 km, 3 km og 5 km.
Í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands segir að áhugi á víðavatnssundi á Íslandi fari vaxandi. Fátt sé jafn hressandi og góður sundsprettur í náttúrunni. Nú séu kjöraðstæður í Nauthólsvík, sjávarhiti í kringum 14°C og allt útlit fyrir ljómandi veður í dag.
Keppt verður í þremur vegalengdum, 1 km, 3 km og 5 km. Í lengstu vegalengdinni er keppt í tveimur flokkum í neoprene galla og hefðbundnum sundfötum, en í styttri flokkunum gilda sömu reglur og um almennar keppnir í sundlaug.
Í víðavatnssundkeppnum erlendis, eins og á Ólympíuleikunum, er almennt er keppt í 25 km, 10 km og 5 km að sögn Sundsambandsins. Garpa og ungmennakeppnir séu yfirleitt 3 km. Hins vegar segi reglur til um að ekki megi keppa í undir 16°C. Þær aðstæður komi því miður aldrei upp á Íslandi en þess í stað er keppt í styttri vegalengdum.
Sjá nánari upplýsingar um mótið á síðu Sundsambandsins, www.sundsamband.is.
Íslandsmót í víðavatnssundi fer fram í dag
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti


„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn