Lífið

Umhverfis jörðina á 80 dögum á Vísi

Vísir frumsýnir í dag fyrsta myndbandið frá ferðalagi Sighvats Bjarnasonar, sem ætlar umhverfis jörðina á 80 dögum. Hann lagði af stað í gær frá Keflavík og sendi myndbandið frá Höfðaborg í dag.

Sighvatur lýsir því hér hvernig þessi metnaðarfulla ferð mun vonandi ganga fyrir sig. Hann ætlar að ferðast upp austanverða Afríku og reyna við að komast yfir á Arabíuskaga. Þar gæti ólgan í samfélaginu reyndar sett strik í reikninginn. Þaðan er förinni heitið yfir til Pakistan, Indlands, upp í gegnum Nepal og Tíbet og yfir til Kína með járnbrautalest. Síðan fer Sighvatur niður til Ástralíu, yfir til Chile og í gegnum Amason-frumskóginn.

Hægt er að sjá leiðina nákvæmlega á korti sem Sighvatur hefur útbúið á vefnum Tripline.

Á ferð sinni ætlar Sighvatur um leið að safna áheitum fyrir nýju sumarhúsi fyrir Umhyggju - félag langveikra barna en frekari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu verkefnisins.

Svona sér Sighvatur sumarhúsið fyrir Umhyggju fyrir sér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.