Fram varði bikarmeistaratitilinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2011 14:54 Mynd/Daníel Fram vann í dag sigur á Val í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna, 25-22, eftir hörkuleik. Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í marki Fram og varði 22 skot. Þær Stella Sigurðardóttir (8 mörk), Sigurbjörg Jóhannsdóttir (5 mörk) og Karen Knútsdóttir (4 mörk) fóru fyrir sóknarleik Framara í leiknum og áttu stóran þátt í sigrinum með öflugri frammistöðu, eins og reyndar hjá fleirum í liði Fram. Það var þó fyrst og fremst vörn og markvarsla hjá Fram sem skóp þennan sigur í dag en annars öflugur sóknarleikur Vals var tekinn afar föstum tökum. Anett Köbli gerði sitt og nýtti þau sjö vítaköst sem hún tók en þó var áberandi hversu vel Frömurum gekk vel að halda skyttum Vals niðri í leiknum. Stella byrjaði af krafti fyrir Fram og skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins en liðin héldust þó í hendur fyrstu tíu mínútur leiksins. Framarar fóru svo að síga fram úr með öflugum varnarleik sem sókn Vals réði ekkert við. Valur skoraði ekkert mark á næstu tíu mínútum og Fram komst fjórum mörkum yfir, 8-4. Þetta bil áttu Valsmenn aldrei eftir að brúa en staðan í hálfleik var 13-9, Fram í vil. Sóknarleikur Vals skánaði þó í lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. Ágætlega gekk að leysa inn á línu og leikmenn voru einnig duglegir að fiska víti með gegnumbrotum. Um miðbik hálfleiksins átti Valur þess kost að minnka muninn í eitt mark en Íris Björk lokaði markinu og Fram komst aftur í fjögurra marka forystu, 23-19. Síðustu mínúturnar voru þó spennuþrungnar en Framarar náðu að halda einbeitingunni í vörninni og komu í veg fyrir að áhlaup Vals næði að bera árangur. Stærsti munurinn á liðunum í dag var markvarslan og varnarleikurinn. Íris Björk fór mikinn en Valsmenn voru í miklum vandræðum með sína markvörslu. Greinilegt er að þeir sakna Berglindar Hansdóttur landsliðsmarkvarðar sárt en þær sem komu í hennar stað skortir einfaldlega reynslu af stórum leikjum eins og þessum. Pavla Nevarilova átti stórleik í vörn Framara og tók sóknarmenn Vals föstum tökum. Hún fiskaði einnig vítið á lokamínútu leisksins sem tryggði svo Fram endanlega sigurinn. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Fram - Valur. Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Fram vann í dag sigur á Val í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna, 25-22, eftir hörkuleik. Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í marki Fram og varði 22 skot. Þær Stella Sigurðardóttir (8 mörk), Sigurbjörg Jóhannsdóttir (5 mörk) og Karen Knútsdóttir (4 mörk) fóru fyrir sóknarleik Framara í leiknum og áttu stóran þátt í sigrinum með öflugri frammistöðu, eins og reyndar hjá fleirum í liði Fram. Það var þó fyrst og fremst vörn og markvarsla hjá Fram sem skóp þennan sigur í dag en annars öflugur sóknarleikur Vals var tekinn afar föstum tökum. Anett Köbli gerði sitt og nýtti þau sjö vítaköst sem hún tók en þó var áberandi hversu vel Frömurum gekk vel að halda skyttum Vals niðri í leiknum. Stella byrjaði af krafti fyrir Fram og skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins en liðin héldust þó í hendur fyrstu tíu mínútur leiksins. Framarar fóru svo að síga fram úr með öflugum varnarleik sem sókn Vals réði ekkert við. Valur skoraði ekkert mark á næstu tíu mínútum og Fram komst fjórum mörkum yfir, 8-4. Þetta bil áttu Valsmenn aldrei eftir að brúa en staðan í hálfleik var 13-9, Fram í vil. Sóknarleikur Vals skánaði þó í lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. Ágætlega gekk að leysa inn á línu og leikmenn voru einnig duglegir að fiska víti með gegnumbrotum. Um miðbik hálfleiksins átti Valur þess kost að minnka muninn í eitt mark en Íris Björk lokaði markinu og Fram komst aftur í fjögurra marka forystu, 23-19. Síðustu mínúturnar voru þó spennuþrungnar en Framarar náðu að halda einbeitingunni í vörninni og komu í veg fyrir að áhlaup Vals næði að bera árangur. Stærsti munurinn á liðunum í dag var markvarslan og varnarleikurinn. Íris Björk fór mikinn en Valsmenn voru í miklum vandræðum með sína markvörslu. Greinilegt er að þeir sakna Berglindar Hansdóttur landsliðsmarkvarðar sárt en þær sem komu í hennar stað skortir einfaldlega reynslu af stórum leikjum eins og þessum. Pavla Nevarilova átti stórleik í vörn Framara og tók sóknarmenn Vals föstum tökum. Hún fiskaði einnig vítið á lokamínútu leisksins sem tryggði svo Fram endanlega sigurinn. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Fram - Valur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira