Sigurður Ragnar hjálpar Frömurum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2011 10:30 Landsliðsþjálfarinn í fótbolta er marghamur. vísir/stefán Einar Jónsson, þjálfari Fram, segir að hann hafi notið liðsinnis Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, í svokallaðri hugarþjálfun leikmanna Fram. Framarar eigast í dag við Valsmenn í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna en Einar segir að hugarfar leikmanna muni ráða miklu í leiknum í dag. „Liðin þekkja hvort annað mjög vel og eru bæði vel skipulögð og kunna handbolta út í gegn. Þetta mun því snúast um hugarfarið og hvernig leikmenn mæta stemmdir í leikinn. Það lið sem er betur búið í þá barátta mun vinna leikinn," sagði Einar í samtali við Vísi en leikurinn hefst klukkan 13.30 í dag. Fram hafði betur gegn Val í bikarúrslitunum í fyrra. „Við gerðum þetta með mjög skipulögðum og öflugum hætti í fyrra og gerum þetta með svipuðum hætti nú. Hugarþjálfun er jafn mikilvæg og að þjálfa varnarleikinn eða leikkerfi í sókninni. Þetta er orðinn mjög stór þáttur í íþróttum í dag." „Við höfum fengið aðstoð frá Sigurði Ragnari meðal annarra en hann er mjög vel að sér í þessum málum. Hann hefur reynst okkur mjög vel." Valsmenn hafa þó oftar haft betur gegn Fram í leikjum liðanna að undanförnu og eru nú handhafar allra titlanna fyrir utan bikarinn. Einar hefur oft átt erfitt með að hemja skapið eftir rimmur þessara liða og var til að mynda dæmdur í þriggja leikja bann eftir úrslitakeppnina í fyrra. „Skapið getur bæði verið kostur og galli. Menn leggja miklar tilfinningar í þetta, bæði hjarta og sál. Auðvitað getur maður verið tapsár enda erfitt að tapa. Ég held nú yfirleitt haus í leikjunum sjálfum en svo getur maður misst sig eftir þá. Þetta brýst svona út hjá mér og öðruvísi hjá öðrum." „En kannski hefur maður þroskast með aldrinum og það gæti hjálpað til," sagði Einar og brosti. Íslenski handboltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Fram, segir að hann hafi notið liðsinnis Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, í svokallaðri hugarþjálfun leikmanna Fram. Framarar eigast í dag við Valsmenn í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna en Einar segir að hugarfar leikmanna muni ráða miklu í leiknum í dag. „Liðin þekkja hvort annað mjög vel og eru bæði vel skipulögð og kunna handbolta út í gegn. Þetta mun því snúast um hugarfarið og hvernig leikmenn mæta stemmdir í leikinn. Það lið sem er betur búið í þá barátta mun vinna leikinn," sagði Einar í samtali við Vísi en leikurinn hefst klukkan 13.30 í dag. Fram hafði betur gegn Val í bikarúrslitunum í fyrra. „Við gerðum þetta með mjög skipulögðum og öflugum hætti í fyrra og gerum þetta með svipuðum hætti nú. Hugarþjálfun er jafn mikilvæg og að þjálfa varnarleikinn eða leikkerfi í sókninni. Þetta er orðinn mjög stór þáttur í íþróttum í dag." „Við höfum fengið aðstoð frá Sigurði Ragnari meðal annarra en hann er mjög vel að sér í þessum málum. Hann hefur reynst okkur mjög vel." Valsmenn hafa þó oftar haft betur gegn Fram í leikjum liðanna að undanförnu og eru nú handhafar allra titlanna fyrir utan bikarinn. Einar hefur oft átt erfitt með að hemja skapið eftir rimmur þessara liða og var til að mynda dæmdur í þriggja leikja bann eftir úrslitakeppnina í fyrra. „Skapið getur bæði verið kostur og galli. Menn leggja miklar tilfinningar í þetta, bæði hjarta og sál. Auðvitað getur maður verið tapsár enda erfitt að tapa. Ég held nú yfirleitt haus í leikjunum sjálfum en svo getur maður misst sig eftir þá. Þetta brýst svona út hjá mér og öðruvísi hjá öðrum." „En kannski hefur maður þroskast með aldrinum og það gæti hjálpað til," sagði Einar og brosti.
Íslenski handboltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira