Ásta Birna: Viljum halda bikarnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2011 12:45 Mynd/Valli Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, segir að liðið ætli að selja sig dýrt í bikarúrslitaleiknum gegn Valsmönnum í dag og að markmiðið sé að sjálfsögðu að halda bikarnum í Safamýrinni. Fram hafði betur í úrslitaleik þessara sömu liða í fyrra, 20-19, eftir að Pavla Nevalirova hafði slegið inn boltann á lokasekúndu leiksins eftir að Berglind Íris Hansdóttir, þáverandi markvörður Vals, hafði varið boltann. Valur náði svo að hefna ófaranna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn um vorið og er nú handhafi allra titlanna sem í boði eru - fyrir utan bikarmeistaraitilinn. Þessi lið hafa háð margar rimmur og má búast við annarri slíkri í dag. „Þetta snýst orðið meira um sálfræðina og andlegan undirbúning enda þekkja leikmenn þessara liða hvorn annan svo vel. Þetta er sálfræðileg barátta," sagði Ásta Birna. „Við gerum ýmislegt til að undirbúa okkur. Bæði spjallar hópurinn saman á fundum og svo er líka mikilvægt að hver og einn leikmaður undirbúi sig á sinn hátt." „En það er alveg ljóst að við viljum halda bikarnum. Við búum að góðri reynslu frá því í fyrra og þó svo að Valsmenn hafi unnið fleiri leiki gegn okkur eru þetta alltaf hörkuleikir." Valur hefur unnið Fram í þau skipti sem liðin hafa mæst í vetur. „Við höfum verið að glíma við meiðsli í vetur og var erfitt að missa bæði þær Stellu [Sigurðardóttur] og Hildi [Þorgeirsdóttur og ég held að það muni heilmiklu að fá þær aftur inn." Leikmenn þessara liða eru margir samherjar í íslenska landsliðinu en Ásta Birna segir það engu máli skipta þegar út í leikinn er komið. „Ég held ekki. Það þekkjast hvort eð er allir svo vel í þessari deild og eru góðir vinir utan vallar. Það gleymist allt um leið þegar leikurinn hefst." Íslenski handboltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, segir að liðið ætli að selja sig dýrt í bikarúrslitaleiknum gegn Valsmönnum í dag og að markmiðið sé að sjálfsögðu að halda bikarnum í Safamýrinni. Fram hafði betur í úrslitaleik þessara sömu liða í fyrra, 20-19, eftir að Pavla Nevalirova hafði slegið inn boltann á lokasekúndu leiksins eftir að Berglind Íris Hansdóttir, þáverandi markvörður Vals, hafði varið boltann. Valur náði svo að hefna ófaranna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn um vorið og er nú handhafi allra titlanna sem í boði eru - fyrir utan bikarmeistaraitilinn. Þessi lið hafa háð margar rimmur og má búast við annarri slíkri í dag. „Þetta snýst orðið meira um sálfræðina og andlegan undirbúning enda þekkja leikmenn þessara liða hvorn annan svo vel. Þetta er sálfræðileg barátta," sagði Ásta Birna. „Við gerum ýmislegt til að undirbúa okkur. Bæði spjallar hópurinn saman á fundum og svo er líka mikilvægt að hver og einn leikmaður undirbúi sig á sinn hátt." „En það er alveg ljóst að við viljum halda bikarnum. Við búum að góðri reynslu frá því í fyrra og þó svo að Valsmenn hafi unnið fleiri leiki gegn okkur eru þetta alltaf hörkuleikir." Valur hefur unnið Fram í þau skipti sem liðin hafa mæst í vetur. „Við höfum verið að glíma við meiðsli í vetur og var erfitt að missa bæði þær Stellu [Sigurðardóttur] og Hildi [Þorgeirsdóttur og ég held að það muni heilmiklu að fá þær aftur inn." Leikmenn þessara liða eru margir samherjar í íslenska landsliðinu en Ásta Birna segir það engu máli skipta þegar út í leikinn er komið. „Ég held ekki. Það þekkjast hvort eð er allir svo vel í þessari deild og eru góðir vinir utan vallar. Það gleymist allt um leið þegar leikurinn hefst."
Íslenski handboltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira