Merglaust andsvar Alþingis Þorsteinn Pálsson skrifar 26. febrúar 2011 06:00 Forystumenn ríkisstjórnarinnar og þingmeirihlutans brugðust við synjun forseta á þriðju Icesavelögunum með því að segjast vera forundrandi og hissa. Það var merglaust andsvar. Þegar skoða á hvort gagnrýna á ríkisstjórnina fyrir linkind þarf fyrst að greina hvað raunverulega felst í synjun forsetans. Hafa ber í huga að það er rangfærsla að forseti leiki samkvæmt stjórnarskrá einhvers konar hlutlausan ármann þjóðarviljans er vísi málum eftir atvikum til afgreiðslu hjá löggjafarvaldi Alþingis eða löggjafarvaldi fólksins. Það er líka rangfærsla að beint lýðræði sé fullkomnara en fulltrúalýðræði. Það sem forseti gerir er að hafna tillögu frá ráðherra um staðfestingu á lögum. Að formi og efni felst í því pólitísk andstaða við lögin og vantraust á dómgreind ráðherrans og þess meirihluta sem að baki honum stendur. Mismunandi skýringar forsetans geta ekki breytt þessu eðli synjunarinnar. Með því að forsetanum var ekki fengið stöðvunarvald er þjóðaratkvæðagreiðslan sjálvirk afleiðing af synjuninni. Hún er sett í stjórnarskrá til að leysa ágreining forseta og Alþingis. Í þessu tilviki verður líka að hafa hugfast að Bretar og Hollendingar settu það sem skilyrði fyrir þriðju samningatilrauninni að fleiri kæmu að málinu en ríkisstjórnin. Stjórnarflokkarnir beygðu sig fyrir þeirri kröfu. Forysta Sjálfstæðisflokksins sýndi að sama skapi mikla ábyrgð með því að taka þátt í þeirri tilraun utan ríkisstjórnar og á endanum að standa að nýjum samningi. Ákvörðun forsetans beinist því einnig gegn Sjálfstæðisflokknum. Hún lýsir vanþóknun forsetans og óvirðingu gagnvart ábyrgum og málefnalegum vinnubrögðum á Alþingi.Hvað er til ráða? Getur Alþingi sætt sig við að forsetinn lítilsvirði það með þessum hætti? Á þjóðin að sætta sig við að forsetinn grafi þannig undan stöðu hennar eigin löggjafarþings? Ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn hafa axlað þá ábyrgð fyrir fólkið að verja stöðu Alþingis. Ráðin eru tvenns konar. Annað ráðið er að fylgja formreglum stjórnarskrárinnar. Afgreiðsla málsins átti heima í ríkisráði. Tilskipun um starfsreglur ríkissráðs mælir fyrir um málsmeðferð þegar þar er ágreiningur. Fyrirtaka í ríkisráði hefði vissulega veitt forseta meira aðhald. Þarna brást forsætisráðherra í varðstöðu fyrir Alþingi og fólkið. Hitt ráðið er snúnara. Það felst í því að ríkisstjórn segi af sér og rjúfi þing eða hóti afsögn ef málið fellur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir fræðimenn sem skrifuðu um 26. grein stjórnarskrárinnar fyrr á árum reiknuðu allir með viðbrögðum af því tagi af hálfu meirihluta Alþingis. Þess vegna var talið að beiting greinarinnar gæti leitt til stjórnarkreppu og jafnvel stjórnskipunarkreppu. Þurfi þjóðin að skera úr ágreiningi forseta og Alþingis verður ekki hjá því komist að afstaðan til málsins sem um er deilt blandist saman við viðhorf til þingmeirihlutans. Þegar þetta gerðist 2004 kom í ljós að ríkisstjórnin var of veik til að standa uppi í hárinu á forsetanum. Að auki treysti hún sér ekki til að verja málstaðinn í þjóðaratkvæði. Uppgjöfin fólst í því að fella lögin úr gildi. Í fyrra stóð eins á nema hvað niðurlæging ríkisstjórnar og Alþingis varð enn meiri í þjóðaratkvæðagreiðslunni.„Gelding" Núna er þingmeirihlutinn með samninga sem auðvelt er að verja en ríkisstjórnin er of veik til að setja sjálfa sig að veði. Það er rétt mat hjá ríkisstjórninni að hótun um afsögn er líkleg til að fella málið. Þversögnin er hins vegar sú að fyrst ríkisstjórnin er fús að starfa áfram þótt málið falli á hún erfitt með að halda því fram að mikið sé í húfi að það verði samþykkt. Án viðbragða er þingmeirihlutinn því í blindgötu og algjörlega háður kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Forsetinn sagði á Bessastöðum á dögunum að það myndi „gelda" 26. greinina ef ríkisstjórnir hótuðu afsögn gegn synjun hans. Það er rétt að því leyti að þá verður þetta leikfang hans til persónulegra sýndarmennskuæfinga óvirkt. Í raun er þetta hin hliðin á hugsun þeirra fræðimanna er fjölluðu um greinina á fyrri tíð nema hvað orðalagið er óheflaðra. Björn Valur Gíslason sagði í sjónvarpi stundu fyrir ákvörðun forsetans að stjórnarflokkarnir og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að mynda nýja stjórn og rjúfa þing ef forsetinn synjaði. Alþingi átti réttilega ekki annað raunhæft ráð til að treysta stöðu sína og málsins. Megi nota tungutak þjóðhöfðingjans er staðan þessi í hnotskurn: Forsetinn ætlar að gelda Alþingi Íslendinga og þingmeirihlutinn hefur ekki bein í nefinu til að gelda sýndarmennskuæfingar forsetans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Forystumenn ríkisstjórnarinnar og þingmeirihlutans brugðust við synjun forseta á þriðju Icesavelögunum með því að segjast vera forundrandi og hissa. Það var merglaust andsvar. Þegar skoða á hvort gagnrýna á ríkisstjórnina fyrir linkind þarf fyrst að greina hvað raunverulega felst í synjun forsetans. Hafa ber í huga að það er rangfærsla að forseti leiki samkvæmt stjórnarskrá einhvers konar hlutlausan ármann þjóðarviljans er vísi málum eftir atvikum til afgreiðslu hjá löggjafarvaldi Alþingis eða löggjafarvaldi fólksins. Það er líka rangfærsla að beint lýðræði sé fullkomnara en fulltrúalýðræði. Það sem forseti gerir er að hafna tillögu frá ráðherra um staðfestingu á lögum. Að formi og efni felst í því pólitísk andstaða við lögin og vantraust á dómgreind ráðherrans og þess meirihluta sem að baki honum stendur. Mismunandi skýringar forsetans geta ekki breytt þessu eðli synjunarinnar. Með því að forsetanum var ekki fengið stöðvunarvald er þjóðaratkvæðagreiðslan sjálvirk afleiðing af synjuninni. Hún er sett í stjórnarskrá til að leysa ágreining forseta og Alþingis. Í þessu tilviki verður líka að hafa hugfast að Bretar og Hollendingar settu það sem skilyrði fyrir þriðju samningatilrauninni að fleiri kæmu að málinu en ríkisstjórnin. Stjórnarflokkarnir beygðu sig fyrir þeirri kröfu. Forysta Sjálfstæðisflokksins sýndi að sama skapi mikla ábyrgð með því að taka þátt í þeirri tilraun utan ríkisstjórnar og á endanum að standa að nýjum samningi. Ákvörðun forsetans beinist því einnig gegn Sjálfstæðisflokknum. Hún lýsir vanþóknun forsetans og óvirðingu gagnvart ábyrgum og málefnalegum vinnubrögðum á Alþingi.Hvað er til ráða? Getur Alþingi sætt sig við að forsetinn lítilsvirði það með þessum hætti? Á þjóðin að sætta sig við að forsetinn grafi þannig undan stöðu hennar eigin löggjafarþings? Ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn hafa axlað þá ábyrgð fyrir fólkið að verja stöðu Alþingis. Ráðin eru tvenns konar. Annað ráðið er að fylgja formreglum stjórnarskrárinnar. Afgreiðsla málsins átti heima í ríkisráði. Tilskipun um starfsreglur ríkissráðs mælir fyrir um málsmeðferð þegar þar er ágreiningur. Fyrirtaka í ríkisráði hefði vissulega veitt forseta meira aðhald. Þarna brást forsætisráðherra í varðstöðu fyrir Alþingi og fólkið. Hitt ráðið er snúnara. Það felst í því að ríkisstjórn segi af sér og rjúfi þing eða hóti afsögn ef málið fellur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir fræðimenn sem skrifuðu um 26. grein stjórnarskrárinnar fyrr á árum reiknuðu allir með viðbrögðum af því tagi af hálfu meirihluta Alþingis. Þess vegna var talið að beiting greinarinnar gæti leitt til stjórnarkreppu og jafnvel stjórnskipunarkreppu. Þurfi þjóðin að skera úr ágreiningi forseta og Alþingis verður ekki hjá því komist að afstaðan til málsins sem um er deilt blandist saman við viðhorf til þingmeirihlutans. Þegar þetta gerðist 2004 kom í ljós að ríkisstjórnin var of veik til að standa uppi í hárinu á forsetanum. Að auki treysti hún sér ekki til að verja málstaðinn í þjóðaratkvæði. Uppgjöfin fólst í því að fella lögin úr gildi. Í fyrra stóð eins á nema hvað niðurlæging ríkisstjórnar og Alþingis varð enn meiri í þjóðaratkvæðagreiðslunni.„Gelding" Núna er þingmeirihlutinn með samninga sem auðvelt er að verja en ríkisstjórnin er of veik til að setja sjálfa sig að veði. Það er rétt mat hjá ríkisstjórninni að hótun um afsögn er líkleg til að fella málið. Þversögnin er hins vegar sú að fyrst ríkisstjórnin er fús að starfa áfram þótt málið falli á hún erfitt með að halda því fram að mikið sé í húfi að það verði samþykkt. Án viðbragða er þingmeirihlutinn því í blindgötu og algjörlega háður kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Forsetinn sagði á Bessastöðum á dögunum að það myndi „gelda" 26. greinina ef ríkisstjórnir hótuðu afsögn gegn synjun hans. Það er rétt að því leyti að þá verður þetta leikfang hans til persónulegra sýndarmennskuæfinga óvirkt. Í raun er þetta hin hliðin á hugsun þeirra fræðimanna er fjölluðu um greinina á fyrri tíð nema hvað orðalagið er óheflaðra. Björn Valur Gíslason sagði í sjónvarpi stundu fyrir ákvörðun forsetans að stjórnarflokkarnir og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að mynda nýja stjórn og rjúfa þing ef forsetinn synjaði. Alþingi átti réttilega ekki annað raunhæft ráð til að treysta stöðu sína og málsins. Megi nota tungutak þjóðhöfðingjans er staðan þessi í hnotskurn: Forsetinn ætlar að gelda Alþingi Íslendinga og þingmeirihlutinn hefur ekki bein í nefinu til að gelda sýndarmennskuæfingar forsetans.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun