Innlent

Íslendingum ráðlagt frá Líbíuferðum

Mörg hundruð manns eru sagðir hafa verið drepnir í mótmælum í Líbíu.
Mörg hundruð manns eru sagðir hafa verið drepnir í mótmælum í Líbíu. Mynd/AP
Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Líbíu vegna ótryggs ástands þar í landi.

Ráðuneytið fylgist með þróun mála og ráðleggur fólki ennfremur að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, til dæmis Norðurlandanna.

Mörg hundruð manns eru sagðir hafa verið drepnir í mótmælum í Líbíu. Mótmælin halda áfram og hafa nú náð til höfuðborgarinnar Tripoli. Þar var skotið á mótmælendur og herma fréttir að meðal annars hafi herflugvélar skotið á fólk úr lofti. Íbúar í Tripoli sögðu einnig að sprengjum hefði verið varpað á borgina.

Dómsmálaráðherra landsins, Mustafa Mohamed Abud Al Jaleil, sagði af sér embætti í gær vegna ofbeldisverka hersins og öryggissveita.

Lokað hefur verið fyrir internetið að mestu og ekki er hægt að hringja til annarra landa úr landlínum. Því hefur verið erfitt að fá fréttir staðfestar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×