Innlent

Nefnd um erlenda fjárfestingu sátt við kaupin

MYND/OH
Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur skilað ráðherra áliti vegna kaupa Global Geothermal Limited á rafmagnsframleiðslustöð Orkuveitur Húsavíkur sem tilkynnt var um á dögunum. Mat nefndarinnar er að kaupin gangi ekki gegn ákvæðum laga um erlenda fjárfestingu.

Fyrirtækið, sem er breskt,  mun annast viðgerðir og endurbætur með svokallaðri Kalinatækni á rafmagnsframleiðslustöðinni. Félagið er í meirihlutaeigu ástralsks félags sem heitir Wasabi Energy Limited og er tilgangur þess meðal annars að framleiða orku úr jarðvarma með Kalinatækni sem félagið hefur einkaleyfi fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×