Innlent

Katrín friðar Kaffibarinn

Húsið að Bergstaðastræti 1, þar sem Kaffibarinn er til húsa, hefur verið friðað. Mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir ákvað þetta að fenginni tillögu frá húsafriðunarnefnd. Friðunin nær til ytra byrðis húsanna sem standa á lóðinni.

Húsið var byggt árið 1904 sem geymsluhús sunnan við hús númer 12 við Laugaveg og síðar var þar innréttuð íbúð á efri hæðinni og verslun á jarðhæð, að því er fram kemur á heimasíðu Húsafriðunarnefndar.  Ákvörðunin var tekin fyrir áramót en hefur nú verið birt í Stjórnartíðindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×