Innlent

Björn Valur: Ákvörðun forsetans illa ígrunduð

Varaformaður fjárlaganefndar segir rökstuðning forseta Íslands fyrir því að senda Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu, benda til að forsetinn hafi verið búinn að ákveða það áður en Alþingi lauk afgreiðslu málsins. Forsetinn hafi ekki leitað upplýsinga hjá fjárlaganefnd eins og eðlilegt hefði verið.

Björn Valur Gíslason varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telur að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafi tekið ákvörðun sína um að senda Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu að illa ígrunduðu máli.

Ef forsetinn hefði gert ríkisstjórn og Alþingi grein fyrir því þá,  að hann hefði þessa sýn á málið, hefði Alþingi ef til vill unnið öðruvísi að því. Forsetinn hefði ekki á nokkurn hátt ráðfært sig við fjárlaganefnd sem hvað mest hefur fjallað um málið. Hins vegar hafi hann vitnað í samræður sínar við fólk úr Indefence hópnum sem hefi sagst geta fallist á samninginn ef svo kallað Ragnars Hall ákvæði væri í samningnum.

Ógrynni upplýsinga sé til hjá fjárlaganefnd sem einnig hafi rætt við hundruð manna um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×