Innlent

Rann­saka hugsan­leg veikindi af völdum E.coli

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sýkingin kom upp hjá tveimur gönguhópum.
Sýkingin kom upp hjá tveimur gönguhópum. Vísir/Getty

Veikindi meðal göngufólks á Rjúpnavöllum í Rangárþingi ytra sem mögulega er talið að megi rekja til kólíbaktería, E.coli eru til rannsóknar hjá Sóttvarnalækni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Þar segir að grunur um sýkingu hafi fyrst verið tilkynntur til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem hafi málið til rannsóknar.

Staðfest sé að E.coli hafi fundist í neysluvatni á Rjúpnavöllum en ekki sé sannað að neysluvatnið hafi valdið veikindum fólksins. Beðið sé eftir rannsóknarniðurstöðum frá sjúklingum, fleiri vatnssýni séu á leið í rannsókn. Veikindin hafi komið upp á tveggja vikna tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×