Innlent

Vélarvana bátur í Breiðafirði

Frá höfninni í Stykkishólmi en gert er ráð fyrir að báturinn komi þangað í kvöld.
Frá höfninni í Stykkishólmi en gert er ráð fyrir að báturinn komi þangað í kvöld.
Sextíu og fimm tonna bátur varð vélarvana hálfri sjómílu austur frá Elliðaey í Breiðafirði um klukkan 19 í kvöld. Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Stykkishólmi var kallað út auk þess sem fiskibáturinn Þórsnes II fór frá Stykkishólmi með tvo björgunarsveitarmenn.

Þá var TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar beðin um að stefna á staðinn en hún var að koma frá Ísafirði þar sem sprengjusveit var við sprengjueyðingu.

Fiskibáturinn Þórsnes II kom að bátnum rúmlega hálf átta og tók hann í tog þyrlan var þá að koma á staðinn og ekki var talin þörf á aðstoð hennar og hélt hún því beint til Reykjavíkur.

Enginn hætta var á ferð, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Stykkishólmi en tveir til þrír menn voru um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×