Innlent

Stinningarlyf gert upptækt á Keflavíkurflugvelli

Andri Ólafsson skrifar
Tollverðir hafa fundið og gert upptæka mörg þúsund skammta af ólöglegu stinngarlyfi undanfarna mánuði. Markaður fyrir þessi lyf fer stækkandi en um fjögurþúsund og fimm hundruð krónur er greiddar fyrir hvern skammt.

Stinningarlyfið Kamagra er ódýr Viagra eftirlíking sem framleidd er á Indlandi. Undanfarin ár hafa tollverðir á Keflavíkurflugvelli reglulega haldlagt smáræði af þessu lyfi en nýlegu urðu þeir varir við hálfgerða sprengingu í innflutningi.

Frá áramótum hafa 3500 skammtar verið haldlagðir sem er gríðarleg aukning frá árunum áður.

Kamagra er ólöglegt hér á landi eins og í flestum nágrannalöndum okkar og getur verið afar hættulegt enda uppfylla indversku verksmiðjurnar sem framleiða lyfið ekki aljóðlega staðla og kröfur.

Á Tælandi er hins vegar hægt að kaupa Kamagra án lyfseðils og það er þaðan sem flestir voru að koma þegar þeir voru gripnir af tollvörðum hér heima.

Töluverður markaður virðist hafa þróast fyrir þessu ólöglega stinningarlyfi hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu gengur einn Kamagra skammtur kaupum og sölum á svörtum markaði fyrir um 4500 krónur.

Það þýðir að heildarvirði Kamagra skammta sem tollverðir hafa haldlagt það sem af er árinu er tæpar 16 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×