Innlent

Tólf ára flutt á sjúkrahús eftir fall

Frá miðbæ Ísafjarðar
Frá miðbæ Ísafjarðar
Betur fór en á horfðist þegar tólf ára stúlka féll fram af stigahandriði í Grunnskólanum á Ísafirði fyrir hádegið í dag. Stúlkan var að príla á stigapalli þegar hún féll skyndilega á steypt gólf. Hún var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði en kom svo skömmu síðar aftur í skólann. Vefurinn bb.is greindi fyrst frá málinu.

Olga Veturliðadóttir, skólastjóri Gunnskóla Ísafjarðar, segir í samtali við Vísi að hún viti ekki nákvæmlega hversu hátt fallið var, en það hafi verið um einn og hálfan metra. Hún segir að Vinnueftirlitið hafi komið í skólann og ekki gert neinar athugasemdir við aðbúnaðinn í skólanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×