Innlent

Vestfirðingar búa við lakara orkuöryggi en aðrir landsmenn

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kynnti skýrsluna á dögunum.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kynnti skýrsluna á dögunum.
Orkuöryggi á Vestfjörðum er lakara en í öðrum landshlutum og fylgir því tilheyrandi samfélagskostnaður. Ráðgjafahópur sem Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra skipaði í nóvember 2009 hefur nú skilað skýrslu sem kynnt var fyrr í vikunni.

Hlutverk hópsins var að kortleggja núverandi stöðu, meta áhrif raforkuöryggis á möguleika til atvinnuuppbyggingar og hagvaxtar og gera tillögur um aðgerðir til að bæta raforkuöryggið. Ráðherra kynnti skýrsluna á tveimur fundum á Patreksfirði og Ísafirði en í henni er gerð grein fyrir mismunandi sviðsmyndum um úrbætur og framtíðaruppbyggingu flutningskerfisins og hvernig megi styrkja það, t.d. með nýjum smærri og stærri virkjunum á svæðinu. „Þá leggur ráðgjafahópurinn til að í samráði við Landsnet verði gerð áætlun um hringtengingu raforkuflutnings fyrir Vestfirði og að auki heilstæð rannsóknaráætlun fyrir raforkuframleiðslu á Vestfjörðum,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×