Handbolti

Akureyringarnir upp í stúku í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson og Guðjón Valur Sigurðsson verða báðir með í kvöld.
Björgvin Páll Gústavsson og Guðjón Valur Sigurðsson verða báðir með í kvöld.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið liðið sitt fyrir kvöldið þegar strákarnir okkar spila gríðarlega mikilvægan leik við Þjóðverja í undankeppni EM í Laugardalshöllinni. Það verða Akureyringarnir Sveinbjörn Pétursson og Oddur Gretarsson sem verða upp í stúku í kvöld.

FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson er í liðinu en hann er sá eini í leikmannahópi kvöldsins sem var ekki með á HM í Svíþjóð á dögunum þegar íslenska liðið tapaði 24-27 fyrir Þjóðverjum.

Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið í meðferð hjá sjúkraþjálfurum liðsins eftir að hafa meiðst um helgina. Hann er í hópnum en það er spurning um hversu mikið hann getur verið með.

Íslenski landsliðshópurinn í kvöld:Markmenn:

1 Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten

16 Hreiðar Leví Guðmundsson, Emsdetten

Aðrir leikmenn:

2 Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf

4 Aron Pálmarsson, Kiel

5 Ingimundur Ingimundarson, AaB

6 Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf

7 Arnór Atlason, AG Köbenhavn

8 Þórir Ólafsson, Lübbecke

9 Guðjón Valur Sigursson, Rhein-Neckar Löwen

10 Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn

11 Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen [Fyrirliði]

15 Alexander Petersson, Fücshe Berlin

17 Sverre Jakobsson, Groswallstadt

18 Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen

21 Kári Kristján Kristjánsson, Wetzlar

22 Ólafur Guðmundsson, FH


Tengdar fréttir

Guðmundur: Við erum með svör

Ísland á harma að efna þegar að strákarnir okkar mæta Þýskalandi í undankeppni EM 2012 í kvöld.

Óli Stef.: Nú erum við með forskotið

"Nú er að duga eða drepast. Þetta er þannig leikur fyrir okkur,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson um leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2012 sem haldið verður í Serbíu í janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×