Innlent

Grímuklædd börn slá köttinn úr tunnunni

Mynd úr safni / Stefán
Öskudegi er fagnað í dag og má því búast við grímuklæddum börnum syngja fyrir nammi um landið allt.

Víða er haldið í þann sig að slá köttinn úr tunnunni og verður það gert á Thorsplani í Hafnarfirði þar sem öskudagsskemmtun hefst klukkan eitt.

Björgvin Franz Gíslason, sem krökkunum er af góðu kunnur úr Stundinni okkar, verður kynnir á skemmtuninni þar sem meðal annars verður sýnt atriði úr söngleiknum Grease og keppt um flottustu öskupokana.

Þá býður Hafnarfjarðardeild Rauða kross Íslands til vöffluveislu í tilefni af 70 ára afmæli sínu í Rauðakrosshúsinu við Thorsplanið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×