Innlent

Hætt að slá köttinn úr tunnunni

Öskudeginum fylgir hér víða sá siður að slá köttinn úr tunnunni
Öskudeginum fylgir hér víða sá siður að slá köttinn úr tunnunni Mynd úr safni
Nú er svo komið að undanfarin ár hefur þeim krökkum sem mæta á Ráðhústorgið til þess að slá köttinn úr tunnunni fækkað mjög og virðist sem þessi viðburður eigi undir högg að sækja í samkeppninni. Af þessum sökum hefur Norðurorka hf. ákveðið að hætta að slá köttinn úr tunnunni á Ráðhústorgi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðurorku.

Það mun hafa verið í kringum 1970 að starfsmenn Rafveitu Akureyrar endurvöktu þann gamla sið að slá köttinn úr tunnunni. Í upphafi var þetta bundið við að starfsmenn og gestir þeirra komu á starfsstöð Rafveitunnar til þess að slá köttinn úr tunnunni. Nokkrum árum síðar var viðburðurinn fluttur inn á Ráðhústorg, en einnig var farið með tunnu upp á Sólborg þar sem vistmenn og starfsmenn þar slógu köttinn úr tunnunni.

Tunnan var lamin með hakasköftum þar til hún brotnaði og sá sem braut hana fékk hengda á sig viðurkenningu tunnukóngsins. Kattakóngurinn varð sá sem náði með bitlitlu sverði að höggva sundur spottann sem hélt tunnunni en í honum hékk hrafn. Þessu var síðar breytt þannig að sá sem hreinsaði tunnustafina af botninum varð tunnukóngur, en sá sem braut botnfjölina af spottanum varð kattakóngur. Auk þess að tunnukóngur og kattakóngur fengju verðlaunapening hafa jafnan einnig verið veitt verðlaun sem fyrirtæki í miðbænum hafa lagt til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×