Innlent

Gleri rigndi yfir háskólafólk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Háskólatorg, þar sem óhappið varð. Mynd/ Stefán.
Háskólatorg, þar sem óhappið varð. Mynd/ Stefán.
Betur fór en á horfðist þegar glerveggur sprakk á Háskólatorgi í Háskóla Íslands eftir hádegi í dag. Þótt glerinu hafi rignt yfir nærstatt fólk sluppu allir ómeiddir. „Það sat náttúrlega fólk við borð þarna við rúðuna og fékk gler yfir sig en það meiddist enginn," segir Vilhjálmur Pálmason, umsjónarmaður fasteigna í HÍ, í samtali við Vísi.

Vilhjálmur segir ekki liggja fyrir hvað gerðist nákvæmlega. „En við reiknum með að það hafi verið einhver spenna sem braust þarna út allt í einu," segir Vilhjálmur. Hann gerir ráð fyrir að um hafi verið að ræða einhverskonar öryggisgler þannig sem hafi farið í perlur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×