Innlent

Vilja ekki sameiningu skóla í Breiðholti

Frá fundinum í kvöld
Frá fundinum í kvöld
Ríflega 200 foreldrar leik- og grunnskólabarna í Breiðholti mættu á íbúafund í kvöld vegna tilagna um sameiningu skóla á svæðinu.

Fundurinn samþykkti ályktun um að skora á borgarráð að falla frá fyrirhuguðum sameiningar og breytingaráformum í leikskólum og grunnskólum hverfisins. Í ályktuninni segir að hugmyndirnar séu byggðar á „hæpnum, illa í grunduðum og illa rökstöddum forsendum."

„Fundurinn setur sig ekki upp á móti áformum sem unnin eru á faglegum forsendum í nánu samstarfi við foreldra, starfsfólk og stjórnendur viðkomandi stofnana enda sé sýnt fram á að breytingarnar hafi í för með sér sparnað og faglegan ávinning.  Við teljum að þessir þættir hafi ekki verið tryggðir í þeim tillögum sem liggja fyrir," segir ennfremur í ályktuninni.

Mikill hiti var í fundarmönnum en  fyrir fundinum stóðu sjálfstæðisfélögin í Breiðholti og boðuðu þau fulltrúa allra stjórnmálaflokka í borginni. Einungis mættu þau Kjartan Magnússon , Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Marta Guðjónsdóttir frá Sjálfstæðisflokki.

Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkur, og Óttar Proppe borgarfulltrúi og Jón Gnarr borgarstjóri þáðu ekki boð um að mæta á fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×