Innlent

Listaverk úr snyrtivörum íslenskra kvenna á uppboði

Þær snyrtivörur sem Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir notaði til að vinna sitt verk
Þær snyrtivörur sem Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir notaði til að vinna sitt verk
Uppboð stendur yfir á verkum íslenskra listakvenna sem þær unnu úr snyrtivörum sem konur gáfu til gjörningsins Litróf íslenskra kvenna. Allur ágóði af uppboðinu rennur óskiptur til Stígamóta fyrir þolendur mansals og vændis. Uppboðinu lýkur á hádegi 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Hægt er að bjóða í verkin með því að smella hér.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur bókarinnar á Mannamáli, er ein þeirra sem hefur haft veg og vanda að skipulagningu uppboðsins.

Fyrir menningarnótt á síðasta ári voru íslenskar konur hvattar til að gefa snyrtivörur í söfnunina og söfnuðust um 100 kíló af hinum ýmsu snyrtivörum, svo sem varalitum, augnskuggum og kinnalitum. Konur komu þá í söfnunartjald kvennahreyfingarinnar sem var á Austurvelli á menningarnótt. Í framhaldinu var skorað á átta listakonur að gera verk úr þessum efnivið.

Uppboðið hefur staðið í tæpa viku og hafa jafnvel tugir þúsunda verið boðið í sum verkin.

Heimasíða uppboðsins Litróf íslenskra kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×