Upplýst umræða? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. mars 2011 09:44 Þröstur Haraldsson, fyrrverandi starfsmaður Bændasamtakanna og ritstjóri Bændablaðsins, skrifaði grein hér í blaðið á laugardaginn um íslenzkan landbúnað og Evrópusambandið. Þar segir hann meðal annars um forystu Bændasamtakanna: „Menn hafa tekið allt að því trúarlega afstöðu gegn aðild að ESB og safnað síðan rökum gegn henni en bægt frá sér og bændum öllu því sem telja má jákvætt við aðild eða sem unnið gæti gegn neikvæðum afleiðingum aðildar á íslenskan landbúnað." Ræðuhöld við setningu Búnaðarþings í gær bentu sterklega til að greining Þrastar væri hárrétt. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, vék að því að Bændasamtökin hefðu látið gera einstæða og vandaða úttekt á löggjöf ESB á sviði landbúnaðarmála og stöðunni á Evrópska efnahagssvæðinu, sem ætti að „nýtast sem grunnur að upplýstri umræðu og kynningu meðal félagsmanna Bændasamtakanna". Hann kvað engu að síður upp úr um einarða andstöðu bænda við aðild að ESB og kynnti skoðanakönnun, þar sem 92% bænda sögðust á móti aðild að Evrópusambandinu – og þurftu ekki einu sinni að lesa vönduðu úttektina til að mynda sér upplýsta skoðun. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra var við sama heygarðshorn og sagði að standa yrði fast gegn „fémútum Evrópusambandsins á þessum viðsjárverðu tímum" og „verjast öllum tilhneigingum hins erlenda stórveldis til að taka hér stjórnartauma af réttkjörnum og lýðræðislegum stjórnvöldum landsins". Ráðherrann er sömuleiðis á þeirri skoðun að „fái ESB og talsmenn þess meðal Íslendinga að ráða ferðinni verður Ísland að miklu leyti orðið aðili að ESB með margháttuðum aðlögunum íslenskra samfélagshátta áður en þjóðinni stendur til boða að ganga til kosninga um málið". Þetta er kostulegur málflutningur. Ráðherrann reynir að mála upp mynd af Evrópusambandinu sem „erlendu stórveldi" sem ásælist yfirráð á Íslandi, í stað þess að tala um sambandið sem samtök ríkja sem þar taka höndum saman af fúsum og frjálsum vilja. Ráðherrann lætur eins og styrkirnir, sem standa nú Íslandi til boða til að laga stjórnsýsluna að því sem gerist í Evrópusambandinu, muni valda einhverri byltingu í samfélagsháttum. Staðreyndin er sú að þar er um hreina smámuni að ræða miðað við þær samfélagsbreytingar sem orðið hafa á Íslandi undanfarin sextán ár með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu. Þar hefur stórtæk aðlögun að löggjöf og háttum ESB átt sér stað – og að flestu leyti gefizt ágætlega, þótt Íslendingar hafi lítil áhrif haft á þróunina. Styrkir frá Evrópusambandinu eru hreint ekki nýir af nálinni. Ýmis rannsókna- og þróunarverkefni tengd íslenzkum landbúnaði hafa notið ríkulegra styrkja ESB eftir að EES-samningurinn tók gildi. Sem dæmi má nefna að við Háskólann á Hólum hafa yfir 20 rannsóknarverkefni hlotið ESB-styrki á undanförnum árum. Mörg þeirra hófust þegar Jón Bjarnason var þar skólastjóri. „Múturnar" frá ESB breyttu að minnsta kosti ekki afstöðu hans til sambandsins! Ef menn vilja taka upplýstar ákvarðanir er gott að þeir kynni sér ýmsar hliðar mála, kosti og galla. Fátt bendir til að slík umræða fari fram á Búnaðarþingi hvað Evrópumálin varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Þröstur Haraldsson, fyrrverandi starfsmaður Bændasamtakanna og ritstjóri Bændablaðsins, skrifaði grein hér í blaðið á laugardaginn um íslenzkan landbúnað og Evrópusambandið. Þar segir hann meðal annars um forystu Bændasamtakanna: „Menn hafa tekið allt að því trúarlega afstöðu gegn aðild að ESB og safnað síðan rökum gegn henni en bægt frá sér og bændum öllu því sem telja má jákvætt við aðild eða sem unnið gæti gegn neikvæðum afleiðingum aðildar á íslenskan landbúnað." Ræðuhöld við setningu Búnaðarþings í gær bentu sterklega til að greining Þrastar væri hárrétt. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, vék að því að Bændasamtökin hefðu látið gera einstæða og vandaða úttekt á löggjöf ESB á sviði landbúnaðarmála og stöðunni á Evrópska efnahagssvæðinu, sem ætti að „nýtast sem grunnur að upplýstri umræðu og kynningu meðal félagsmanna Bændasamtakanna". Hann kvað engu að síður upp úr um einarða andstöðu bænda við aðild að ESB og kynnti skoðanakönnun, þar sem 92% bænda sögðust á móti aðild að Evrópusambandinu – og þurftu ekki einu sinni að lesa vönduðu úttektina til að mynda sér upplýsta skoðun. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra var við sama heygarðshorn og sagði að standa yrði fast gegn „fémútum Evrópusambandsins á þessum viðsjárverðu tímum" og „verjast öllum tilhneigingum hins erlenda stórveldis til að taka hér stjórnartauma af réttkjörnum og lýðræðislegum stjórnvöldum landsins". Ráðherrann er sömuleiðis á þeirri skoðun að „fái ESB og talsmenn þess meðal Íslendinga að ráða ferðinni verður Ísland að miklu leyti orðið aðili að ESB með margháttuðum aðlögunum íslenskra samfélagshátta áður en þjóðinni stendur til boða að ganga til kosninga um málið". Þetta er kostulegur málflutningur. Ráðherrann reynir að mála upp mynd af Evrópusambandinu sem „erlendu stórveldi" sem ásælist yfirráð á Íslandi, í stað þess að tala um sambandið sem samtök ríkja sem þar taka höndum saman af fúsum og frjálsum vilja. Ráðherrann lætur eins og styrkirnir, sem standa nú Íslandi til boða til að laga stjórnsýsluna að því sem gerist í Evrópusambandinu, muni valda einhverri byltingu í samfélagsháttum. Staðreyndin er sú að þar er um hreina smámuni að ræða miðað við þær samfélagsbreytingar sem orðið hafa á Íslandi undanfarin sextán ár með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu. Þar hefur stórtæk aðlögun að löggjöf og háttum ESB átt sér stað – og að flestu leyti gefizt ágætlega, þótt Íslendingar hafi lítil áhrif haft á þróunina. Styrkir frá Evrópusambandinu eru hreint ekki nýir af nálinni. Ýmis rannsókna- og þróunarverkefni tengd íslenzkum landbúnaði hafa notið ríkulegra styrkja ESB eftir að EES-samningurinn tók gildi. Sem dæmi má nefna að við Háskólann á Hólum hafa yfir 20 rannsóknarverkefni hlotið ESB-styrki á undanförnum árum. Mörg þeirra hófust þegar Jón Bjarnason var þar skólastjóri. „Múturnar" frá ESB breyttu að minnsta kosti ekki afstöðu hans til sambandsins! Ef menn vilja taka upplýstar ákvarðanir er gott að þeir kynni sér ýmsar hliðar mála, kosti og galla. Fátt bendir til að slík umræða fari fram á Búnaðarþingi hvað Evrópumálin varðar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun