Innlent

Áhugafólk um þjóðarútvarp efnir til málþings

Framtíðarþing um hlutverk, stöðu og dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins verður haldið í Hafnarhúsinu laugardaginn 5. mars. Þingið hefst kl. 10.00 árdegis, stendur til kl. 14.00 og er opið öllum þeim sem vilja taka þátt í mótun Ríkisútvarpsins til framtíðar. Það eru Samfylkingarfélagið í Reykjavík og Vinstri græn í Reykjavík ásamt áhugahópi um þjóðarútvarp sem standa fyrir þinginu að því er fram kemur í tilkynningu.

„Unnið verður í hópum við hringborð þar sem leitast verður við að svara grundvallarspurningum um framtíð og markmið þjóðarútvarps á Íslandi. Tilgangur þingsins er að hugsa frá grunni gildi, hlutverk og umgjörð Ríkisútvarpsins sem almannaútvarps og endurskoða stefnu, rekstrarform og fjármögnun þess og leggja fram hugmyndir til úrbóta. Niðurstöður og tillögur framtíðarþingsins munu nýtast í vinnu stjórnvalda við gerð nýrrar lagaumgjarðar sem áætlað er að leggja fram á Alþingi í vor," segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×