Erlent

Úkraínski herinn kominn um 30 kíló­metra inn í Rúss­land

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Úkraínskur hermaður í Donetsk héraði í Úkraínu. Mynd úr safni.
Úkraínskur hermaður í Donetsk héraði í Úkraínu. Mynd úr safni. Getty

Úkraínski herinn hefur komist um 30 kílómetra inn í Rússland. Gagnárás Úkraínumanna hófst fyrr í vikunni og hefur Rússland lýst yfir neyðarástandi vegna hennar.

Varnarmálaráðuneyti Rússlands gaf það út að komið hafi til átaka við úkraínska hermenn nálægt þorpunum Tolpino, og Obshchy Kolodez, nú þegar sex dagar eru liðnir frá innrás Úkraínu í Rússland.

Varnarmálaráðherrann, Maria Zakharova sakaði yfirvöld í Kænugarði um að „ógna friðsælum íbúum Rússlands.“

Þá tjáði Zelenskí sig í fyrsta sinn opinberlega um gagnárásina í nótt, og sagði að Úkraína væri að „ýta stríðinu í átt að árásarmanninum.“

„Úkraína er að sýna fram á það að við getum sannarlega endurheimt réttlætið og sett nauðsynlega pressu á árásarmanninn,“ sagði Zelenskí í yfirlýsingu í nótt.


Tengdar fréttir

Fregnir af á­hlaupi Úkraínu­manna í Rúss­landi enn ó­ljósar

Bardagar halda áfram í Kúrskhéraði í Rússlandi eftir að úkraínskar hersveitir réðust þangað inn í vikunni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem tók ákvörðunina um að ráðast inn í Úkraínu, lýsti hernaðaraðgerðinni sem „meiriháttar ögrun“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×