Innlent

Skriðdýrin laða að gesti

Sinaloe mjólkursnákur
Sinaloe mjólkursnákur Mynd FHG
Alls heimsóttu tæplega 8.300 gestir Fjölskyldu- og húsdýragarðinn heim í nýliðnum febrúar, sem er nýtt febrúarmet. Gamla aðsóknarmetið fyrir febrúarmánuð var frá árinu 1991 taldi 5.390 gesti.

Starfsfólk garðsins telur góða aðsókn má meðal annars þakka skriðdýra- og froskdýrasýningunni „Forvitnilegt og framandi" sem opnuð var 5. febrúar og hefur laðað að sér forvitna gesti sem ganga inn í hitabeltisloftslag með frumskógahljóðum um miðjan vetur, eitthvað sem Íslendingar eru síður vanir.

Ástralskir skeggdrekarMynd FHG
Sýningin sem upphaflega átti að vera opin til 6. mars hefur verið framlengd til 13. mars.

Áhugi grunn- og leikskóla á sýningunni hefur verið mikill og með því að lengja opnunartímann komast fleiri að en annars. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn alla daga frá klukkan 10 til 17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×