Innlent

Persónuverndarmálum fjölgað um 240%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fleiri mál en nokkurn tíma fyrr berast nú Persónuvernd.  Á fyrstu tveimur mánuðum ársins bárust alls 314 ný mál sem er aukning um 29% frá sama tímabili í fyrra. Sé hinsvegar litið á málafjölda fyrir sama tímabil árið 2002 þá er aukningin 240%, samkvæmt því sem fram kemur á vef Persónuverndar.

Persónuvernd starfar samkvæmt lögum um persónuupplýsingar og persónuvernd sem komu til framkvæmda í byrjun árs 2001. Áður en sú stofnun tók til starfa hafði tölvunefnd haft eftirlit með lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×