Innlent

Samstaða þjóðar gegn glæpum og ofbeldi

„Mikið liggur við að þjóðin sýni samstöðu gegn glæpum og ofbeldi," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á Alþingi í dag. Greiningadeild ríkislögreglustjóra gaf nýverið út hættumat vegna vaxandi spennu í íslenskum undirheimum. Talið er að aukin hætta sé á að til átaka glæpagengja komi og jafnvel uppgjörs þar sem tekist er á um fíkniefnamarkaði.

Innanríkisráðuneytið vinnur að frumvarpi sem miðar að því að auka rannsóknarheimildir lögreglu. Ögmundur sagði að ólga í undirheimum hafi aukist mjög og að lögregla telji hendur sínar bundnar af gildandi lagasetningu.

Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var í dag málshefjandi á Alþingi um aðgerðir innanríkisráðherra til að sporna við starfsemi skipulagðra glæpasamtaka hérlendis.

Ólöf kallaði eftir skýrum svörum frá ráðherra sem svaraði því til að mikil vinna hafi átt sér stað í þessum málaflokki að undanförnu

Þá greindi Ögmundur frá því að lögreglan hefði boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem staðan verður greind nánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×