Innlent

Thor Vilhjálmsson er látinn

Thor Vilhjálmsson.
Thor Vilhjálmsson.
Thor Vilhjálmsson rithöfundur er látinn, 85 ára að aldri. Thor Vilhjálmsson fæddist hinn 12. ágúst árið 1925 og hefði því orðið 86 ára í ágúst næstkomandi.

Hann er í flokki bókmenntajöfra þjóðarinnar á 20. öldinni og eftir hann liggur fjölbreytt og mikið höfundarverk málað sterkum höfundareinkennum. Hann var einnig áberandi í íslenskri bókmennta og þjóðmálaumræðu.

Fyrsta bók hans, Maðurinn er alltaf einn, kom út árið 1950 en eftir það gaf hann út mikinn fjölda skáldsagna og ljóðabóka. Skáldsögur hans þótti mörgum framandi en Thor gerði miklar og ögrandi tilraunir með stíl sem sköpuðu honum sérstöðu í íslenskri bókmenntasögu. Hann lét félagsmál listamanna sig varða, var í stjórnum og gengdi formennsku í samtökum rithöfunda og listamanna.

Thor hlaut margar viðurkenningar fyrir ritstörf sín, meðal annars bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1987 fyrir Grámosinn glóir og var nýlega sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla íslands. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×