Innlent

Lykilfólk í hruninu ber vitni í Baldursmálinu

Erla Hlynsdóttir skrifar
Landsbankinn.
Landsbankinn.
Ráðgert er að sjö manns beri vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem fram fer aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins.

Jónína S. Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, er þar fremst á lista. Aðrir sem gefa skýrslu í dag, samkvæmt áætlun, eru:

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu. Áslaug Árnadóttir fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu. Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans. Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbankans.

Og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.

Á föstudag er áætlað að Tryggvi Pálsson, forstöðumaður fjármálasviðs Seðlabankans, gefa skýrslu við framhald aðalmeðferðar.

Áætlað var að Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, bæru vitni í gegn um síma í dag.

Dómari tók hins vegar þá ákvörðun við upphaf aðalmeðferðar í morgun að þeir þyrftu að mæta fyrri dóminn og verða þeir því boðaðir síðar.


Tengdar fréttir

Aðalmeðferð yfir Baldri hafin

Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×