Innlent

Tuttugu hófu nám í lögregluskólanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Úr lögregluskólanum. Mynd/ Pjetur.
Úr lögregluskólanum. Mynd/ Pjetur.
Alls hófu 20 nýnemar nám á fyrstu önn grunnnámsdeildar Lögregluskóla ríkisins, samkvæmt tilkynningu frá skólanum. Námið á önninni tekur fjóra mánuði, því lýkur í lok júní 2011 og þá fara nemendurnir í starfsnám í lögreglunni.

Af þessum nýnemum hafa fimm starfað sem afleysingamenn í lögreglunni, allt frá rúmum 4 mánuðum til tæplega þriggja ára. Meðalaldur nýnemanna er tæp 27 ár, 6 konur eru í hópnum eða 30%.

Starfsreynsla nýnemanna er margvísleg og má sem dæmi nefna kennslu, sölumennsku. pípulagnir, húsasmíði, einkaþjálfun, þjálfun í fimleikum og knattspyrnu, rafvirkjun, hermennsku, sjúkraflutninga og sjómennsku.

Meðal þess sem nýnemarnir hafa sem áhugamál eru íþróttir, útivera, hljóðfæraleikur, hestamennska, líkamsrækt, hnefaleikar, skotveiðar og ferðalög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×