Innlent

Enn ein skattahækkunin samþykkt á borgarbúa

Oddvitar meirihlutans í borgarstjórn.
Oddvitar meirihlutans í borgarstjórn.
Skattahækkun á íbúa Reykjavíkur var samþykkt í dag þegar borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar, með stuðningi Vinstri grænna, samþykkti að hækka útsvar frá 1. júlí upp í hæstu mögulega álagningu.

Útsvarshækkunin þýðir að álögur á borgarbúa þyngjast um 115 milljónir króna fram til áramóta, en um 230 milljónir króna á heilu ári, við það að útsvarsprósentan hækkar úr 14,40% upp í 14,48%.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn hækkuninni en hún var samþykkt með 10 atkvæðum gegn 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×