Innlent

Uppselt á báða opnunartónleikana í Hörpu

Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri Hörpu afhenti fyrstu miðana klukkan tólf ásamt blómvendi í tilefni dagsins.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri Hörpu afhenti fyrstu miðana klukkan tólf ásamt blómvendi í tilefni dagsins. Mynd: Harpa
Uppselt er á báða opnunartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu sem haldnir verða 4. og 5. maí.

Mikið álag myndaðist á miðasölukerfinu á midi.is og sumir þurftu að bíða lengi áður en þeir gátu keypt miða.

Á hádegi í dag hófst miðasala Hörpu í Aðalstræti 2 og á netinu. Löng röð myndaðist í miðasölu Hörpu þegar miðasala á fyrstu viðburði í húsinu hófst.

Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri Hörpu afhenti fyrstu miðana klukkan tólf ásamt blómvendi í tilefni dagsins.

Í tilkynniningu frá Hörpu er fólk sem ætlar að kaupa miða á netinu hvatt til að sýna þolinmæði vegna mikils álags á miðasölukerfi miða.is

Auk netsölu getur fólk keypt miða á aðra viðburði en opnunartónleikana í miðasölunni Aðalstræti 2 og í gegnum miðasölusíma Hörpu 528 5050.

Enn er hægt að kaupa miða á tónleika þýska tenórsins Jonas Kaufmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×