Innlent

Innbrotahrina upplýst á Húsavík

Húsavík.
Húsavík.
Í tengslum við rannsókn á sex innbrotum í heimahús, sumarhús og verslun í nágrenni Lauga í Reykjadal, Þingeyjarsveit í nóvember 2010 hefur Lögreglan á Húsavík síðustu daga og vikur borið saman gögn sem aflað var á vettvangi innbrotanna, svo og aflað annarra gagna og vísbendinga. Í tilkynningu segir að málin varði innbrot, skemmdarverk og þjónaði. „Niðurstaða þessarar vinnu er sú, að grunur féll á tvo aðila vegna þessara afbrota,“ segir ennfremur.

„Umræddir aðilar voru boðaðir til skýrslutöku hjá lögreglunni á Húsavík í sl. viku þar sem gögn máls voru upp borin og sakargögn kynnt,“ segir einnig en hinir grunuðu viðurkenndu brot sín og „greindu frá málsatvikum á skilmerkilegan hátt, og teljast málin upplýst, en fá jafnframt venjubundna framhaldsmeðferð sem sakamál.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×