Innlent

Sameinaður leikskóli í Fellunum heitir Holt

Nemendur við Holt, þar sem fjölbreytileikanum er fagnað
Nemendur við Holt, þar sem fjölbreytileikanum er fagnað
Foreldrar, börn og starfsfólk í sameinaða leikskólanum Fellaborg og Völvuborg hafa valið nýtt nafn á skólann.  Holt skal hann heita og vísar nafnið til Breiðholts, en leikskólinn er í Fellahverfinu.

Leikskólarnir Fellaborg og Völvuborg voru sameinaðir í júlí í fyrra. Starfsmenn vildu breyta nafni hans og var þeim, foreldrum og börnum gefið tækifæri til að koma með tillögur að nýju nafni.  Alls bárust þrjátíu tillögur.   

Þegar stjórnendur leikskólans ásamt tveim fulltrúum frá skrifstofu Leikskólasviðs fóru yfir hugmyndirnar kom í ljós að flestir höfðu lagt til nafnið Holt, eða fimm.  Stjórnendum skólans þótti líka nafnið vel við hæfi þar sem það vísar til hverfisins Breiðholts.  

Allar deildir leikskólans hafa líka fengið ný nöfn sem vísa í götuheiti í hverfinu; Berg, Fell, Sel, Bakki og Hóll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×