Innlent

Ákæruvaldið láti orð ráðherra ekki hafa áhrif

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Líndal segir að hvorki ákæruvaldið né dómarar eigi að láta orð ráðherra hafa áhrif á sig. Mynd/ Pjetur.
Sigurður Líndal segir að hvorki ákæruvaldið né dómarar eigi að láta orð ráðherra hafa áhrif á sig. Mynd/ Pjetur.
Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að saksóknarar eigi ekki að þurfa að láta ummæli ráðherra hafa nein áhrif á sig. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sagði í gær að Jóhanna hefði haft óbein áhrif á ákæruvaldið með ummælum sínum meðal annars um handtökur útrásarvíkinga og í máli nímenninganna.

„Ráðherrar og pólitíkusar segja nú margt og ég sé ekki að það eigi að hafa nein áhrif á ákæruvaldið eða dómarana hvað þeir eru að segja. Þeir fylgja bara sínum reglum," segir Sigurður. „Ég sé ekki alveg hvernig það hefur áhrif þó að forsætisráðherra segi eitthvað," segir Sigurður. Ríkissaksóknari og dómarar eiga að láta það sem vind um eyru þjóta. „Þeir bara gera það sem þeir telja rétt að gera og hafa stjórnskipulega heimild til þess, segir Sigurður.

Sigurður Líndal segir að full harkalegt hafi verið að ákæra fólkið fyrir árás á Alþingi í máli nímenninganna. Þó hafi verið eðlilegt að ákæra í tilfelli þeirra sem hafi verið sakaðir um að hafa bitið lögreglumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×