Körfubolti

IE-deildin: Svali og Benedikt telja að Keflavík fari langt í úrslitakeppninni

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Átta liða úrslitin í Iceland Express deild karla halda áfram í kvöld og þar sem Keflavík sem endaði í þriðja sæti deildarinnar leikur gegn ÍR sem endaði í sjötta sæti. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir málin með Guðjóni Guðmundssyni íþróttafréttamanni.

Það er ljóst að ÍR-ingar glíma við erfitt verkefni og var það mat þeirra Benedikts og Svala að það séu miklar líkur á því að Keflavík fari áfram í undanúrslit.

„Keflavíkingar eru með marga góðar varnarmenn og gott jafnvægi á milli varnar og sóknar. Ég held að Keflavík eigi eftir að fara langt í þessari úrslitakeppni," sagði Benedikt m.a. í þættinum.

Svali benti á það að ÍR og Keflavík hafa áður mæst í úrslitakeppni og þar var hart barist og réðust úrslitin í oddaleik eftir að ÍR hafði komist í 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×