Vel flutt Bergsteinn Sigurðsson skrifar 16. mars 2011 09:23 Stundum er sagt að stjórnmál séu list hins mögulega. Að sama skapi eru flutningar list hins flytjanlega. Hryggjarstykkið í flutningum er vitaskuld flutningsteymið. Mundu að sama hversu stóra hönk þú átt upp í bakið á vinum þínum munu þeir ósjálfrátt leiða hugann að því hvort þeir geti komið sér undan þessari kvöð. Þetta er ekki mælikvarði á trúfestu þeirra; að flytja búslóð er einfaldlega eitt það leiðinlegasta sem mannskepnan tekur sér fyrir hendur og það er eðlilegt að vilja komast undan því. Nokkrar leiðir eru þó til að sporna við þessu. Leitaðu liðsinnis með góðum fyrirvara, þó ekki of miklum. Þú vilt ekki að fólk noti lítinn fyrirvara sem afsökun fyrir að komast ekki. Á hinn bóginn má fyrirvarinn ekki vera svo mikill að sá sem hringt er í geti fundið afsökun fyrir forföllum í skjóli þess að þú hafir enn nægan tíma til að finna staðgengil. Ekki byrja á að spyrja hjálparhelluna lokaðra spurninga um hvort hún geti veitt liðveislu á tilteknum degi. Það gefur henni færi á að fara undan í flæmingi. Byrjaðu á opinni spurningu til að útiloka að viðkomandi sé upptekinn, til dæmis "ertu að gera eitthvað sérstakt á laugardaginn?" Þegar hjálparhellan svarar neitandi læturðu vaða. Af liðléttingum má hvorki vera of né van. Ef flutningsteymið er of fjölmennt er hætt við að sumir freistist til að fara snemma og fyrr en varir er enginn eftir. Það þarf að muna um hverja hönd; rannsóknir sýna að fólk lætur sig síður hverfa ef það sér fram á að það myndi setja strik í reikninginn. Hreinskilni borgar sig ekki. Auðvitað á að skipuleggja flutninga þannig að þeir taki fljótt af. Tiltækum höndum fækkar hins vegar í beinu hlutfalli við hversu hreinskiptinn þú ert varðandi tímaáætlun. Dragðu alltaf um þriðjung af áætluðum flutningstíma. Gerðu lítið úr umfangi búslóðarinnar og haltu til hlés aukaatriðum á borð við að áfangastaðurinn sé á fjórðu hæð í lyftulausri blokk. Ef vinur þinn mætir á annað borð fer hann trauðla fyrr en verkinu er lokið. Lofaðu veitingum, jafnvel bara til málamynda. Það er enginn að fara að troða sig út af pitsu sem er borin fram í miðjum flutningum og enginn þjórar bjór í miklu magni kófsveittur og örmagna klukkan hálf fimm á laugardegi. Hvort tveggja verður þó að vera til staðar; aðeins rustar snuða um veitingar. Í versta falli siturðu uppi með mat og drykk sem endist þér í nokkra daga. Það gæti verið verra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Skoðanir Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun
Stundum er sagt að stjórnmál séu list hins mögulega. Að sama skapi eru flutningar list hins flytjanlega. Hryggjarstykkið í flutningum er vitaskuld flutningsteymið. Mundu að sama hversu stóra hönk þú átt upp í bakið á vinum þínum munu þeir ósjálfrátt leiða hugann að því hvort þeir geti komið sér undan þessari kvöð. Þetta er ekki mælikvarði á trúfestu þeirra; að flytja búslóð er einfaldlega eitt það leiðinlegasta sem mannskepnan tekur sér fyrir hendur og það er eðlilegt að vilja komast undan því. Nokkrar leiðir eru þó til að sporna við þessu. Leitaðu liðsinnis með góðum fyrirvara, þó ekki of miklum. Þú vilt ekki að fólk noti lítinn fyrirvara sem afsökun fyrir að komast ekki. Á hinn bóginn má fyrirvarinn ekki vera svo mikill að sá sem hringt er í geti fundið afsökun fyrir forföllum í skjóli þess að þú hafir enn nægan tíma til að finna staðgengil. Ekki byrja á að spyrja hjálparhelluna lokaðra spurninga um hvort hún geti veitt liðveislu á tilteknum degi. Það gefur henni færi á að fara undan í flæmingi. Byrjaðu á opinni spurningu til að útiloka að viðkomandi sé upptekinn, til dæmis "ertu að gera eitthvað sérstakt á laugardaginn?" Þegar hjálparhellan svarar neitandi læturðu vaða. Af liðléttingum má hvorki vera of né van. Ef flutningsteymið er of fjölmennt er hætt við að sumir freistist til að fara snemma og fyrr en varir er enginn eftir. Það þarf að muna um hverja hönd; rannsóknir sýna að fólk lætur sig síður hverfa ef það sér fram á að það myndi setja strik í reikninginn. Hreinskilni borgar sig ekki. Auðvitað á að skipuleggja flutninga þannig að þeir taki fljótt af. Tiltækum höndum fækkar hins vegar í beinu hlutfalli við hversu hreinskiptinn þú ert varðandi tímaáætlun. Dragðu alltaf um þriðjung af áætluðum flutningstíma. Gerðu lítið úr umfangi búslóðarinnar og haltu til hlés aukaatriðum á borð við að áfangastaðurinn sé á fjórðu hæð í lyftulausri blokk. Ef vinur þinn mætir á annað borð fer hann trauðla fyrr en verkinu er lokið. Lofaðu veitingum, jafnvel bara til málamynda. Það er enginn að fara að troða sig út af pitsu sem er borin fram í miðjum flutningum og enginn þjórar bjór í miklu magni kófsveittur og örmagna klukkan hálf fimm á laugardegi. Hvort tveggja verður þó að vera til staðar; aðeins rustar snuða um veitingar. Í versta falli siturðu uppi með mat og drykk sem endist þér í nokkra daga. Það gæti verið verra.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun