Hafvillur eða strand Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. mars 2011 08:31 Forsvarsmenn íslenzkra fyrirtækja og samtaka þeirra hafa undanfarið kvartað undan stefnuleysi í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Krónan sé ónothæf og þótt menn þurfi áfram að búa við hana um sinn, sé hún ekki framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Stjórnvöld kveði hins vegar ekki skýrt upp úr um það hvað eigi að taka við. Nú hefur Ísland sótt um aðild að Evrópusambandinu. Sú umsókn felur í sér yfirlýsingu um að landið hyggist jafnframt taka upp evruna, gjaldmiðil ESB-ríkja, og innleiða þann aga í efnahagsmálum, sem nauðsynlegur er til að geta verið í myntbandalagi með öðrum ríkjum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur þannig sagt að með því að Ísland sé orðið umsóknarríki í ESB sé tekinn af vafi um að Ísland ætli að stefna að því að standast Maastricht-skilyrðin svokölluðu um jafnvægi í ríkisfjármálum, takmörkun ríkisskulda, lága vexti og verðbólgu og gengisstöðugleika. Markmiðin séu "skynsamleg og eftirsóknarverð fyrir ríkið og þjóðina" og "keppikefli og ögunartæki í efnahagsstjórninni" Maastricht-skilyrðin hafa síðan ratað nokkurn veginn óbreytt inn í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næsta áratug. Þetta væri gott og blessað og sæmilega skýr skilaboð til atvinnulífsins og umheimsins ef ríkisstjórnarflokkarnir stæðu báðir að baki stefnunni. Svo er hins vegar ekki. Þannig lýsti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra því yfir á Alþingi í fyrradag að krónan yrði "okkar gjaldmiðill a.m.k. um mörg ár í viðbót og að allar aðrar hugmyndir séu óraunhæfar." Steingrímur sagðist ekki myndu standa að mótun "neinnar gjaldeyris- eða peningamálastefnu sem ekki gerir ráð fyrir þeim jafngilda valkosti öðrum að íslenska krónan verði gjaldmiðill okkar áfram og ég trúi því að það sé vel hægt." Hann tók reyndar fram að slíkt kallaði á "mikinn aga og vönduð vinnubrögð" og tekur því kannski undir með þeim hagfræðingum sem telja að ætli Ísland áfram að búa við eigin gjaldmiðil verði það að beita sjálft sig enn meiri aga en felst í Maastricht-skilyrðunum - en án þess að njóta til þess nokkurs stuðnings annarra ríkja eða kosta sameiginlegs gjaldmiðils. Formaður viðskiptanefndar Alþingis, Lilja Mósesdóttir, sem er með doktorspróf í hagfræði, er svo á þriðju skoðuninni. Hún taldi það gefa til kynna að beita ætti alltof hörðum aga við hagstjórnina þegar Maastricht-skilyrðin rötuðu inn í sóknaráætlunina. Þess í stað er hún með nýja töfralausn í peningamálum; að skipta um nafn á krónunni, kalla hana jafnvel íslenzka evru til að gera Samfylkinguna hamingjusama og villa um fyrir útlendingum. Þegar svona er komið, er ekki að furða að forsvarsmenn viðskiptalífsins viti ekki hvað þeir eigi að halda um peningamálastefnuna. Og svo mikið er víst að þegar jafnmikill ágreiningur er um kúrsinn á meðal stjórnenda á skútunni bíður einungis tvennt; hafvillur eða strand. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Forsvarsmenn íslenzkra fyrirtækja og samtaka þeirra hafa undanfarið kvartað undan stefnuleysi í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Krónan sé ónothæf og þótt menn þurfi áfram að búa við hana um sinn, sé hún ekki framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Stjórnvöld kveði hins vegar ekki skýrt upp úr um það hvað eigi að taka við. Nú hefur Ísland sótt um aðild að Evrópusambandinu. Sú umsókn felur í sér yfirlýsingu um að landið hyggist jafnframt taka upp evruna, gjaldmiðil ESB-ríkja, og innleiða þann aga í efnahagsmálum, sem nauðsynlegur er til að geta verið í myntbandalagi með öðrum ríkjum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur þannig sagt að með því að Ísland sé orðið umsóknarríki í ESB sé tekinn af vafi um að Ísland ætli að stefna að því að standast Maastricht-skilyrðin svokölluðu um jafnvægi í ríkisfjármálum, takmörkun ríkisskulda, lága vexti og verðbólgu og gengisstöðugleika. Markmiðin séu "skynsamleg og eftirsóknarverð fyrir ríkið og þjóðina" og "keppikefli og ögunartæki í efnahagsstjórninni" Maastricht-skilyrðin hafa síðan ratað nokkurn veginn óbreytt inn í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næsta áratug. Þetta væri gott og blessað og sæmilega skýr skilaboð til atvinnulífsins og umheimsins ef ríkisstjórnarflokkarnir stæðu báðir að baki stefnunni. Svo er hins vegar ekki. Þannig lýsti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra því yfir á Alþingi í fyrradag að krónan yrði "okkar gjaldmiðill a.m.k. um mörg ár í viðbót og að allar aðrar hugmyndir séu óraunhæfar." Steingrímur sagðist ekki myndu standa að mótun "neinnar gjaldeyris- eða peningamálastefnu sem ekki gerir ráð fyrir þeim jafngilda valkosti öðrum að íslenska krónan verði gjaldmiðill okkar áfram og ég trúi því að það sé vel hægt." Hann tók reyndar fram að slíkt kallaði á "mikinn aga og vönduð vinnubrögð" og tekur því kannski undir með þeim hagfræðingum sem telja að ætli Ísland áfram að búa við eigin gjaldmiðil verði það að beita sjálft sig enn meiri aga en felst í Maastricht-skilyrðunum - en án þess að njóta til þess nokkurs stuðnings annarra ríkja eða kosta sameiginlegs gjaldmiðils. Formaður viðskiptanefndar Alþingis, Lilja Mósesdóttir, sem er með doktorspróf í hagfræði, er svo á þriðju skoðuninni. Hún taldi það gefa til kynna að beita ætti alltof hörðum aga við hagstjórnina þegar Maastricht-skilyrðin rötuðu inn í sóknaráætlunina. Þess í stað er hún með nýja töfralausn í peningamálum; að skipta um nafn á krónunni, kalla hana jafnvel íslenzka evru til að gera Samfylkinguna hamingjusama og villa um fyrir útlendingum. Þegar svona er komið, er ekki að furða að forsvarsmenn viðskiptalífsins viti ekki hvað þeir eigi að halda um peningamálastefnuna. Og svo mikið er víst að þegar jafnmikill ágreiningur er um kúrsinn á meðal stjórnenda á skútunni bíður einungis tvennt; hafvillur eða strand.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun