Icelandair mun annast miðasölu fyrir ÍSÍ fyrir ÓL í London 15. mars 2011 16:00 Ólafur Rafnsson og Birkir Hólm Guðnason handsala samninginn. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Icelandair hafa samið um að Icelandair taki að sér miðasölu á Íslandi fyrir Ólympíuleikana sem verða haldnir í London 27. júlí til 12. ágúst 2012. Í dag 15. mars, 500 dögum fyrir setningu leikanna, er miðasala að hefjast víða um heim. Miðasalan á Íslandi hefst 3. maí næstkomandi og mun Icelandair kynna söluferlið nánar þegar nær dregur. Í fréttatilkynningu frá ÍSÍ um málið segir: „Við í íslensku íþróttahreyfingunni gerum ráð fyrir að þjóðin verði mjög áhugasöm um leikana á næsta ári. Þeir Íslendingar sem vilja einhverntíman á lífsleiðinni upplifa Ólympíuleika hafa til þess einstakt tækifæri vegna nálægðarinnar við London. Auk þess eru líkur eru á að Íslendingar sendi sinn stærsta keppendahóp frá upphafi á þá, en bæði A-landslið karla í handknattleik og U-23 lið karla í knattspyrnu eiga t.d. möguleika á að tryggja sér þátttökurétt", segir Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í samkomulaginu felst að Icelandair verður söluaðili á Íslandi fyrir aðgangsmiða á einstaka viðburði á Ólympíuleikunum. Í tengslum við miðasöluna mun Icelandair einnig bjóða sérsniðnar pakkaferðir til London og gefa þannig öllum Íslendingum færi á að upplifa og njóta eins og best verður á kosið þessa stærsta íþróttaviðburðar ársins 2012. Þátttaka íslenskra íþróttamanna á leikunum skýrist nánar síðar á þessu ári, og á fyrri hluta ársins 2012 og er gert ráð fyrir að fyrirkomulag sölunnar taki m.a. mið af árangri þeirra. „Þetta er spennandi verkefni fyrir okkur. Ólympíuleikar draga að sér geysilegan fjölda gesta og að þessu sinni búumst við við miklum áhuga Íslendinga á leikunum m.a. vegna þess að fátítt er að Ólympíuleikar séu haldnir í borg svo nálægt Íslandi og með jafn góðar flugsamgöngur við landið, en Icelandair flýgur tvisvar á dag til London", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fagnar 100 ára afmæli á næsta ári en sambandið var stofnað á sínum tíma til að undirbúa þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikum. Íslenskur keppandi tók þó fyrst þátt í Ólympíuleikum fyrir rúmum 100 árum, en það var á leikunum í London 1908. Erlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Icelandair hafa samið um að Icelandair taki að sér miðasölu á Íslandi fyrir Ólympíuleikana sem verða haldnir í London 27. júlí til 12. ágúst 2012. Í dag 15. mars, 500 dögum fyrir setningu leikanna, er miðasala að hefjast víða um heim. Miðasalan á Íslandi hefst 3. maí næstkomandi og mun Icelandair kynna söluferlið nánar þegar nær dregur. Í fréttatilkynningu frá ÍSÍ um málið segir: „Við í íslensku íþróttahreyfingunni gerum ráð fyrir að þjóðin verði mjög áhugasöm um leikana á næsta ári. Þeir Íslendingar sem vilja einhverntíman á lífsleiðinni upplifa Ólympíuleika hafa til þess einstakt tækifæri vegna nálægðarinnar við London. Auk þess eru líkur eru á að Íslendingar sendi sinn stærsta keppendahóp frá upphafi á þá, en bæði A-landslið karla í handknattleik og U-23 lið karla í knattspyrnu eiga t.d. möguleika á að tryggja sér þátttökurétt", segir Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í samkomulaginu felst að Icelandair verður söluaðili á Íslandi fyrir aðgangsmiða á einstaka viðburði á Ólympíuleikunum. Í tengslum við miðasöluna mun Icelandair einnig bjóða sérsniðnar pakkaferðir til London og gefa þannig öllum Íslendingum færi á að upplifa og njóta eins og best verður á kosið þessa stærsta íþróttaviðburðar ársins 2012. Þátttaka íslenskra íþróttamanna á leikunum skýrist nánar síðar á þessu ári, og á fyrri hluta ársins 2012 og er gert ráð fyrir að fyrirkomulag sölunnar taki m.a. mið af árangri þeirra. „Þetta er spennandi verkefni fyrir okkur. Ólympíuleikar draga að sér geysilegan fjölda gesta og að þessu sinni búumst við við miklum áhuga Íslendinga á leikunum m.a. vegna þess að fátítt er að Ólympíuleikar séu haldnir í borg svo nálægt Íslandi og með jafn góðar flugsamgöngur við landið, en Icelandair flýgur tvisvar á dag til London", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fagnar 100 ára afmæli á næsta ári en sambandið var stofnað á sínum tíma til að undirbúa þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikum. Íslenskur keppandi tók þó fyrst þátt í Ólympíuleikum fyrir rúmum 100 árum, en það var á leikunum í London 1908.
Erlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira