Innlent

Alls 216 með réttarstöðu sakborninga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alls hafa 216 manns réttarstöðu sakbornings í málum sem sérstakur saksóknari hefur til meðferðar vegna bankahrunsins.

Heildarfjöldi einstaklinga, sakborningar og vitni, sem hafa verið yfirheyrðir hjá embætti sérstaks saksóknara er 471. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag.

Svör Ögmundar byggðu á upplýsingum sem ráðherra fékk frá embætti sérstaks saksóknara. Fram kom í máli Ögmundar að heildarfjöldi yfirheyrslna væri 600, en sumir þeirra sem hafa komið í yfirheyrslu hafa mætt oftar en einu sinni. Sérstakur saksóknari hefur 80 mál til meðferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×