Innlent

Fóru tvo milljarða fram úr áætlun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héðinsfjarðargöngin kostuðu 2,1 milljarð króna. Mynd/ Pjetur
Héðinsfjarðargöngin kostuðu 2,1 milljarð króna. Mynd/ Pjetur
Gerð Héðinsfjarðarganga kostaði 2,1 milljarði króna meira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir, miðað við meðalverðlag ársins 2010. Þetta jafngildir því að kostnaðurinn sé 17% umfram áætlanir.

Í frétt á vef Vegagerðarinnar kemur fram að gert hafi verið ráð fyrir að göngin kostuðu 12,1 milljarða króna en uppreiknaður heildarkostnaður var 14,2 milljarðar króna. Aukinn kostnaður við gerð Héðinsfjarðarganga skrifast fyrst og fremst á að vatnsagi í göngunum, sérstaklega Ólafsfjarðarleggnum, reyndist miklu mun meiri en reiknað var með.

Þá varð jafnframt nokkur kostnaður vegna efnahagshrunsins árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×