Innlent

Önnur umræða um stjórnlagaráð á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Róbert Marshall segir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að stjórnlagaráðsleiðin sé fær.
Róbert Marshall segir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að stjórnlagaráðsleiðin sé fær.
Allsherjarnefnd afgreiddi í morgun stjórnlagaráðsfrumvarpið út úr nefnd og mun það væntanlega koma til annarar umræðu á morgun, segir Róbert Marshall, formaður nefndarinnar.

„Niðurstaðan er sú að þarna er fær leið sem verið er að fara og stangast ekki á við stjórnarskrá. Og það er pólitískur vilji til að gera þetta," segir Róbert í samtali við Vísi.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, VG og Hreyfingarinnar í nefndinni styðja tillöguna en sjálfstæðismenn og framsóknarmenn leggjast gegn henni.

Eins og greint hefur verið frá gengur tillagan út á það að Alþingi kýs fulltrúana sem urðu efstir í kosningunni til stjórnlagaþings í sérstakt stjórnlagaráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×