Innlent

Holtavörðuheiðin opin á ný

Vegagerðin hefur opnað Holtavörðuheiðina á ný en í gærkvöldi og í nótt geisaði þar mikið óveður. Fjöldi manns á hátt í tuttugu bílum lentu í hrakningum á heiðinni í gærkvöldi og þurftu björgunarsveitir að koma fólkinu til aðstoðar.

Tugir manna fengu gistingu í Reykjaskóla í nótt eftir að skilja þurfti fólksbíla eftir á heiðinni. Fólkið naut aðstoðar björgunarsveita sem ferjaði það niður.

Björgunarsveitarmenn þurftu líka að aðstoða vegfarendur um Bröttubrekku og Fróðárhgeiði á Snæfellsnesi í gærkvöldi og Öxnadalsheiði lokaðist líka.

Ekki er vitað til þess að neinn hafi sakað í þessum hrakningum, en bæði Veðurstofan og Vegagerðin höfðu varað við óveðri og ófærð.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×