Innlent

Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Baldur Guðlaugsson var mættur í réttarsal í morgun ásamt Karli Axelssyni verjanda sínum. Mynd/ Egill.
Baldur Guðlaugsson var mættur í réttarsal í morgun ásamt Karli Axelssyni verjanda sínum. Mynd/ Egill.
Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til  Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×