Ferðin umhverfis jörðina farin að taka á 12. mars 2011 15:00 Sighvatur Bjarnason lagði af stað í ferðalag til styrktar Umhyggju fyrir tveimur vikum og ætlar umhverfis jörðina á 80 dögum. Lesendur Vísis hafa fylgst grannt með ferðalaginu enda sendir Sighvatur myndbönd af gangi mála þrisvar í viku. Sighvatur skrifar einnig reglulega á Facebook-síðu verkefnisins en hann lenti í miklum vandæðum þegar hann hélt áfram frá Kenía, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. „Ferðalag um þjóðvegi frá Kenía til Eþíópíu er hættulegt og í raun ekki boði. Ég átti um þrennt að velja: taka sénsinn (ekki góð hugmynd), aka langa leið um Úganda (ekki víst að ég fái vegabréfaáritun), eða fljúga beint til Addis Ababa, höfuðborgar Eþíópíu. Sá á kvölina sem á völina," skrifaði hann á Facebook-síðuna. Sighvatur flaug því beint frá Naíróbí í Kenýa yfir til Addis Ababa í Eþíópíu. Þar voru móttökurnar ekki góðar og honum gert að yfirgefa landið innan sólahrings. Ríkisborgarar nær allra Vestur–Evrópulanda, Bandaríkjanna, Kína, Norðurlanda og fleiri fá vegabréfsáritun við komuna til landsins en ekki Íslendingar. Sighvatur flaug því áfram til Djíbútí en var einnig vísað úr landi þar, þrátt fyrir að vera með alla pappíra í lagi. Hann grunaði landamæraverðina um að telja hann vera blaðamann og því neita honum inngöngu í landið. Sighvatur neyddist því að fara aftur til Eþíópíu þar sem honum var aftur gert að yfirgefa landið innan sólahrings. Hann eyddi því nóttinni á gólfinu í flugstöðinni með Samönthu Fox í fanginu (í upphafi ferðar nefndi hann bakpokann sinn því nafni). Þar var hann hirtur upp af útlendingaeftirlitinu og fulltrúa flugfélagsins sem skipuðu honum uppí næstu vél til Naíróbí. Vélin beið tilbúin til brottfarar og honum var fylgt úr hlaði með valdi. Sighvatur lenti því aftur í Naíróbí í Kenýa, þar sem hann hóf þennan hluta ferðalagsins. Honum var þrisvar vísað úr landi á þremur dögum. Hann dó þó ekki ráðalaus og fékk vegabréfsáritun til Jemen og bókaði flug til borgarinnar Sana. Þannig klárast Afríkuhlutinn en enn eru rúmir 60 dagar eftir af ferðalaginu.Með ferð sinni vill Sighvatur hjálpa Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, að láta þann draum verða að veruleika að eignast tvö sumarhús, sem sniðin eru sérstaklega að þörfum langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Til að styðja við Sighvat og byggingu sumarhúsanna hefur söfnunarsímum verið komið upp sem hægt að hringja í og leggja þá málefninu lið með peningaframlagi. Allur ágóði fer beint inn á sumarhúsareikning Umhyggju. Söfnunarsímanúmerin eru þrjú: s. 903-5001 til að gefa 1.000 kr. s. 903-5002 til að gefa 2.000 kr. s. 903-5005 til að gefa 5.000 kr. Einnig er hægt að leggja valfrjálsa upphæð inn á bankareikning Umhyggju nr. 0101-26-311225, kt. 6910861199. Umhverfis jörðina á 80 dögum Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Sighvatur Bjarnason lagði af stað í ferðalag til styrktar Umhyggju fyrir tveimur vikum og ætlar umhverfis jörðina á 80 dögum. Lesendur Vísis hafa fylgst grannt með ferðalaginu enda sendir Sighvatur myndbönd af gangi mála þrisvar í viku. Sighvatur skrifar einnig reglulega á Facebook-síðu verkefnisins en hann lenti í miklum vandæðum þegar hann hélt áfram frá Kenía, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. „Ferðalag um þjóðvegi frá Kenía til Eþíópíu er hættulegt og í raun ekki boði. Ég átti um þrennt að velja: taka sénsinn (ekki góð hugmynd), aka langa leið um Úganda (ekki víst að ég fái vegabréfaáritun), eða fljúga beint til Addis Ababa, höfuðborgar Eþíópíu. Sá á kvölina sem á völina," skrifaði hann á Facebook-síðuna. Sighvatur flaug því beint frá Naíróbí í Kenýa yfir til Addis Ababa í Eþíópíu. Þar voru móttökurnar ekki góðar og honum gert að yfirgefa landið innan sólahrings. Ríkisborgarar nær allra Vestur–Evrópulanda, Bandaríkjanna, Kína, Norðurlanda og fleiri fá vegabréfsáritun við komuna til landsins en ekki Íslendingar. Sighvatur flaug því áfram til Djíbútí en var einnig vísað úr landi þar, þrátt fyrir að vera með alla pappíra í lagi. Hann grunaði landamæraverðina um að telja hann vera blaðamann og því neita honum inngöngu í landið. Sighvatur neyddist því að fara aftur til Eþíópíu þar sem honum var aftur gert að yfirgefa landið innan sólahrings. Hann eyddi því nóttinni á gólfinu í flugstöðinni með Samönthu Fox í fanginu (í upphafi ferðar nefndi hann bakpokann sinn því nafni). Þar var hann hirtur upp af útlendingaeftirlitinu og fulltrúa flugfélagsins sem skipuðu honum uppí næstu vél til Naíróbí. Vélin beið tilbúin til brottfarar og honum var fylgt úr hlaði með valdi. Sighvatur lenti því aftur í Naíróbí í Kenýa, þar sem hann hóf þennan hluta ferðalagsins. Honum var þrisvar vísað úr landi á þremur dögum. Hann dó þó ekki ráðalaus og fékk vegabréfsáritun til Jemen og bókaði flug til borgarinnar Sana. Þannig klárast Afríkuhlutinn en enn eru rúmir 60 dagar eftir af ferðalaginu.Með ferð sinni vill Sighvatur hjálpa Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, að láta þann draum verða að veruleika að eignast tvö sumarhús, sem sniðin eru sérstaklega að þörfum langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Til að styðja við Sighvat og byggingu sumarhúsanna hefur söfnunarsímum verið komið upp sem hægt að hringja í og leggja þá málefninu lið með peningaframlagi. Allur ágóði fer beint inn á sumarhúsareikning Umhyggju. Söfnunarsímanúmerin eru þrjú: s. 903-5001 til að gefa 1.000 kr. s. 903-5002 til að gefa 2.000 kr. s. 903-5005 til að gefa 5.000 kr. Einnig er hægt að leggja valfrjálsa upphæð inn á bankareikning Umhyggju nr. 0101-26-311225, kt. 6910861199.
Umhverfis jörðina á 80 dögum Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira